Faxi - 01.01.1982, Qupperneq 10
FJ\yzi
Útgefandi: Málfundafélagi Faxi, Keflavik
Ritstjóri: Jón Tómasson
Afgreiösla: Hafnargötu 79, sími 1114
Blaðstjórn: Jón Tómasson, Ragnar
Guðleifsson, Kristján A. Jónss.
Setning og umbrot: GRÁGAS HF.
Prentun og frágangur: Prenthúsið
Reykjanes-
kaupstaður
I janúarblaði Faxa 1971 skrifaði ég grein, sem bar heitið ,,Reykja-
neskaupstaður", og mæiti þar eindregið meö sameiningu þessara
tveggja sveitarfélaga, Keflavikur og Njarðvíkur.
Þótt ellefu ár séu liðin siðan þessi grein var skrifuð, eru þau rök er
þar voru til færð með samningum enn í fullu gildi. Þar segir m.a.:
,,Fyrir tæpum þrjátiu árum skeði það óhapp, að ég tel, að ÍStakks-
firði voru tvö sveitarfélög mynduð úr einu, Njarðvikurhreppur og
Keflavikurhreppur. Ástæðan fyrir þessari sundrungu voru að minu
áliti mjög léttvægar, og að þvier kunnugir menn herma mun það hafa
haft úrslitaáhrif á skiptingu hreppsins, aö 30 ha. dieselmótor, er
keyptur var gamall frá Stokkseyri, var staðsettur i rafstöðinni í Kefla-
vik til Ijósaframleiðslu þar, ístað þess að koma honum fyrir i Njarðvik
og láta hann framleiða rafmagn til götulýsingar þar. “
Á þvi er enginn efi, að skipting hreppsins á sinum tima hefur haft
neikvæð áhrif á framgang ýmissa góðra mála á svæðinu og þá sér-
staklega skipulag- og þjónustumála.
Miklar umræður og blaðaskrif fara nú fram um þessi mál, og virðist
þar blómgast best hinn gamli hrepparigur, er við öll þekkjum stro vel
úr sögunni. Jafnvel geta menn ekki komið sér saman um að ræða
hagkvæmni slíkrar sameiningar, og er þá illa farið, ef svo er komið.
Staðreyndin er sú, að átta til niu þúsund manna byggðarlag þarf
ekki tvöfalt stjórnkerfi með öllu sem þvi tilheyrir. Fjarlægðir eru sára-
litlar, atvinnusvæðiö sama, höfnin sú sama. Félags- og þjónustu-
störf eru byggö upp af sama fólki á vixl. íbúar beggja byggðarlaga
verða áfram jafn góðir Njarðvikingar og Keflvikingar eins og þeir
voru áður, þó þeir séu i einu bæjarfélagi, og samkeppni milli þeirra
um góða hluti heldur áfram.
Allt tal um eignir og skuldir, tekjur og gjöld einstaklinga iþessum
bæjarfélögum og hjá bæjarfélögunum sjálfum er léttvægt. Slikar
tölur breytast svo ört, að sá sem var með betra hlutfall i fyrra getur
verið með verra hlutfall i ár.
Við sem byggjum þessar vikur erum öll á sama báti atvinnulega og
félagslega, þvi er óþarfi að hafa hér tvö bæjarfélög.
Félagsfræðinemar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja geröu i vetur
skemmtilega könnun á afstöðu fólks til sameiningar bæjarfélag-
anna. I könnuninni voru 50 manns frá Njarðvik og 150 frá Keflavík
eftir handahófs úrtaki. Af heildarniðurstöðu má ráða, aö með sam-
einingu voru 55.5%, á móti voru 19.9% og óákveðnir voru 24.6%.
Eftir byggðarlögum skiptast niðurstöður þannig:
Keflavik: Með 65.5% - Á móti 10.5% - Óákveðnir 24.0%.
Njarðvik: Með 26.6% - Á móti 46.9% - Óákveðnir 26.6%.
I Njarðvik er tæplega helmingur ibúanna andvigursameiningunni,
en i Keflavík er yfirgnæfandi meirihluti meö sameiningu.
Gunnar Sveinsson
Fallegt handbragð
er á Vogsósaglettum, sem
Bókaútgáfan Þjóðsaga gaf út nú
fyrir jólin. Handbragð snillings-
ins Hafsteins Guðmundssonar
við gerð bóka leikafáireftir. Höf-
undinn, Kristin Reyr, þarf vartað
kynna fyrir lesendum Faxa, svo
vel erum við kunnug honum að
allri persónulegri gerð hans.
Hins vegar er ekki úr vegi að líta
yfir það, sem Hafsteinn Guð-
mundsson segir um listamann-
inn Kristin Reyr, á bókarbaki:
,,Árið 1942 kom út fyrsta bók
frá hendi Kristins. Þá strax
hljóma nokkuð sérstæðir ómar
frá hljómhvísl hans. Þessi bók
sem hér sýnir blöð sín er hin
tíunda í röðinni. Auk Ijóðlistar-
innar hefur hann fengist við tón-
smíðar og hafa þær einnig verið
gefnar út. Jafnframt hafa frá
hans hendi komið út leikrit.
Einnig hefur hann fengist við
myndlistina og í þeim heimi
hefur hann verið iðinn og
einlægur, eins og í Ijóðlistinni.
Allt sem Kristinn gerir gæðir
hann lífi Ijúfrar einlægni og
heiðarleika góðs listamanns.
Lesanda, hlustanda og sjáanda
kemur hann ávallt á óvart.
Húmorinn sækir sífellt áskáldið,
Við birtum hér FYRSTU
FYRSTU
Upp skal rísa mín auðar hlín
af ástartrega
og orða glettur á örk til þín
yndislega.
Kristinn Reyr
en uppistaðan í vef hans er þó
djúp og skyggn alvara oft borin
upp af gamansemi.
( þessari bók er þjóðsagan
viðlagið í kveðskap hans. Eirík-
ur á Vogsósum, sem er kunn
þjóðsagnapersóna, stígur hátt-
bundinn á fjöl við undirleik
hörpu skáldsins. það er ánægju-
leg tilviljun í leik skáldsins,
þegar það horfir til baka um 40
ára spönn, með glettur í auga
mót kærum átthögum sínum,
Suðurnesjunum. Báðir koma
þeir okkur á óvart, Eiríkur á
Vogsósum og listamaðurinn
Kristinn Reyr.
GLETTUR úr bók Kristins:
GLETTUR
Mörg er tíðin eg mæðist hér
en man þig skarta
evuklæðum í örmum mér
ástin bjarta.
Hleyþa fáki í hendingum
að heilsa á séra
vininn Eirík á Vogsósum
og vísitera.
Þefa um gættir af þeirri tíð
þar og staldra
en frægur varð hann með
frónskum lýð
fyrir galdra.
Heyrði ég kornungur hneigð
bess manns
hafða á orði
en gerast doktor í greinum
hans
guð mér forði.
Viltu lesa mitt villupár
vonarstjarna
ef eg freista að yrkja skár
ertu þarna?
Ekki skyggni eg öld og klerk
í einni lotu
hverf því til þín með hafið
verk
í hugans þotu.
STEINDÓR SIGURÐSSON
Sérleyfis og hópferðabílar
NJARÐVlK-PÓSTHÓLF 108-SÍMI 2840-3550
FAXI-10