Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1982, Side 13

Faxi - 01.01.1982, Side 13
Kirkju- og safnaöamál Fermingarbörn í Keflavík og Njarövík. - 2. tbl. Fermingarbörn í Grindavík, á Hvalsnesi og Út- skálum. - 3. tbl. Aheit og gjafir til Keflavíkurkirkju. - 4. tbl. Minningargreinar Ágúst Sveinsson, Keflavík. - 7. tbl. Einar Dagbjartsson, Grindavik. - 3. tbl. Einar Júlíusson, Keflavík. - 4. tbl. Erlendur Jónsson, Keflavík. - 1. tbl. Guðlaug Stefánsdóttir, Ytri-Njarðvík. - 1. tbl. Guðmundur Kristjánsson, Grindavík. - 4. tbl. í minningu systkinanna í Holti, Keflavík. - 3. tbl. Jóel og Bjarni Guðmundssynir, Garöi. - 4. tbl. Jón Guðbrandsson, Höfða, Vatnsleysuströnd. Karl Eyjólfsson, Keflavik. - 6. tbl. Kjartan Ólafsson, Keflavík. - 6. tbl. Kristinn Jónsson, Grindavík. - 7. tbl. Kristján Sigurgeirsson, Keflavík. - 7. tbl. Margrét Daníelsdóttir, Grindavik. - 6. tbl. Valgerður Jónsdóttir, Grindavík. - 6. tbl. Sjávarútvegur Lítil trilla sökk í Sandgerðishöfn. - 3. tbl. Stórtjón á m.b. Helga S. - 3. tbl. Aflaskýrslur Suöurnesjabáta 1. jan. til 30. apríl. 4. tbl. Inn- og útflutningur í Landshöfn Keflavík-Njarö- vík. - 5. tbl. Sjómannadagurinn í Keflavík 1981. - 5. tbl. Qrn Einarsson, aflakóngur í Keflavík. - 5. tbl. Óskar Þórhallsson, aflakóngur í Sandgerði. - 5. tbl. Formannaskipti hjá SÍF. - 6. tbl. Verslun Járn & Skip stækkar. - 2. tbl. Mikil umsvif í viðskiptalífinu. - 7. tbl. Úr flæðarmálinu (fréttir). - 7. tbl. Ýmislegt Fyrsta stúlkan hér á landi lýkur atvinnuflug- mannsprófi. - 1. tbl. Fræðslustarf Krabbameinsvarnar Keflavikur og nágrennis. - 4. tbl. Fræðslubæklingar Tryggingastofnunar ríkisins. 7. tbl. Vogsósaglettur. Ný Ijóðabók eftir Kristin Reyr. 7. tbl. Þessi mynd birtist i 6. tbl. Faxa 1980. Þarvarpar Ólafur Þorsteinsson þvi fram, hvort umrædd mynd sé af verslunarhúsum á Náströnd i Keflavik. Svo er ekki. Myndin sýnir hús Grams-verslunar i Stykkishólmi, sem brunnu árið 1912. FÁEIN ORÐ UM GAMLA LJÓSMYND í 6. tbl. Faxa 1980 (bls. 160) birtir Ólafur Þorsteinsson gamla Ijósmynd og varpar því um leiðfram, hvort myndin sýni gömlu Nástrand- arhúsin í Keflavík. Þessu svaraði kona úr Reykjavík í jólablaðinu frá fyrra ári (bls. 176) og kvað umrædda mynd vera frá Stykkishólmi. Mun það rétt vera, enda er sama mynd prentuð í bæklingi um húsakönnun í Stykkishólmi (bls. 42), útg. í Reykjavík 1978. Könnun þessagerði Hörður Ágústsson og birtir hann ýmsar niöurstööur sínar í bæklingn- um. Þareru líkagamlarog nýjarljós- myndir af einstökum húsum og húsaröðum, einnig myndir af hús- hlutum, gluggum, dyraumbúnaöi o.fl., sein fellur undir stílfræöi. Með Ijósmyndinni á bls. 42 er texti þar sem segir, að umrædd hús séu verslunarhús Grams kaupmanns, sem brunnu 1912. Er myndin birt hér lesendum til frekari glöggvunar, þar sem svo langt er um liðið síðan hún birtist í blaðinu. ( bæklingi þessum er rakin bygg- ingasaga Stykkishólms í samhengi við almenna sögu, frá öndverðu fram til 1940, yngri hús voru ekki tekin með í könnunina. Auk húsamynda eru þar uppdrættir, sérstakir kaflar um einstök hús og sérkenni þeirra. Einnig skrá yfir aldur, byggingarefni og fyrstu húsbyggjendur ásamt stuttu yfirliti yfir byggingasögu landsins. Siðast eru tillögur til sveitarstjórnar um friðun og varð- veislu einstakra húsa í bænum. Bæklingurinn fæst hjá Sögufélag- inu í Reykjavík. Skúll Magnússon IBÚAFJÖLDI í KEFLAVlK 1790 - 1822 íbúum í Keflavík fjölgaði hægt framan af og eiginlega ekki að marki fyrr en á 20. öld með tilkomu vél- bátaútgeröar. Verslun í Keflavíkertil komin vegna legu staðarins, og þróun byggðarinnar fylgdi í kjölfar vaxandi verslunar. Hvort tveggja byggðist á sjávarafla sem lagöur var þar á land eða fluttur þangað frá ver- stöðvum á Suðurnesjum. Árlð 1703 voru fbúar I Keflavik 6 samkvæmt manntali Árna Magnús- sonar, en 1762 voru þeir 8 sam- kvæmt manntali sem tekið var það ár. Átjánda öld: Ár íbúar 1790 ........................ 38 1791 . 36 1792 ........................ 26 1793 ........................ 22 1794 ........................ 18 1795 ........................ 24 1796 ........................ 23 1797 ........................ 21 1798 ........................ 19 1799 ........................ 19 Nftjánda öld: 1801 26 1802 ........................ 33 1803 ........................ 35 1804 ........................ 34 1806 ......................... 49 1809 ......................... 35 1812 ......................... 29 1814 ......................... 38 1816 ........................ 39 1817 ........................ 45 1818 ........................ 39 1819 ........................ 41 1820 ........................ 54 1821 . 37 1822 ........................ 56 Sóknarmannatöl Útskála liggja til grundvallar þessum tölum, og er rétt að miða við þær, jafnvel þó frávik standi einhvers staðar íöðrum heim- ildum. Prestar hófu á seinni hluta 18. aldar að taka sóknarmannatöl ár hvert, þó stundum hafi það ekki allt- af verið gert reglulega. Héldu þeir þessum sið fram á 4. tug þessarar aldar, er Hagstofan tók endanlega að sér slíkar skrár. ( sambandi við ofangreindar tölur þykir mér rétt að benda áhugasöm- um lesendum á grein mína í 5. tbl. Faxa 1980, þar sem rakin er í stórum dráttum þróun byggðar í Keflavík á 18. og 19. öld. Keflavik, 19. des. 1981. Skúli Magnússon MIKILL VEÐRAHAMUR gekk yfir Suð-vesturlandið um jól og i byrjun jan. Forveðriö, sem skall á 2. dag jóla, er eitt hið versta sem menn muna eftir. Mörg mannvirki skemmdust. Stærsta tjónið varð sjálfsagt hjá Landshöfninni, en þar gjoreyöilagðist oliubryggjan - gainla trébryggjan, sem var fyrsta hafnar- mannvirkið sunnan á Vatnsnesinu. All margir bátar urðu fyrir meiri eða Hjónin Olafur Helgi Hjálmarsson og Sigríður Jóna Þorbergsdóttir ásamt börnum sinum 7, er komust til fulloröinsára. Fremri röð f.v.: Ölafur, Helga, Sigriður, Ragnhildur, Sveinn. Aftari röð f.v.: Kjartan, Ásta, Oddný, Friðrik. Afkomendur Sigríðar og Ólafs eru nú 78. Látnir eru 6. FAXI - 13

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.