Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1982, Side 15

Faxi - 01.01.1982, Side 15
Vinsælir kaupmenn hætta matvöruverslun Þegar lýöveldishugsjónin haföi náö hámarki meö Þingvalla- fundinum 1944, fór eldmóöur um marga hugumstóra fslendinga. Heit voru strengd til manndómsverka og margir ungir menn sáu glæstar framabrautiráýmsum sviöum þjóölífsins. Systurnar hag- sæld og farsæld voru þeirkostir, sem allirhugöusthreppa og fyrir einbeittan vilja, dugnaö og næga bjartsýni náöu flestir nokkrum árangri - mismiklum eftir aöstæöum og leiöum sem farnar voru aö markinu. Viöa má sjá þess merki aö meö þvi merkisári voraði vel - birti yfir islenskri þjóö - lokaskrefiö var tekiö, stigiö frá myrkum öldum til bjartrar framtiöar. Hér á Suöurnesjum eru nokkur dæmi þessum oröum til staöfestu og vil óg meö fáum orö- um rekja eina sögu því til sönnunar. Þorbjörn Einarsson haföi lokið námi í Reykholti og í Flens- borg á fyrstu árum heimsstyrj- aldarinnar, og réðist þá sem skrifstofumaður hjá Miðnes hf. í Sandgeröi. Hjá Miðnes hf. var Jón Axelsson einnig í starfi á þessum árum. Þar hófust kynni þeirra. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1922, báðir atorkusamir og staðráðnir í að koma sér áfram af eigin rammleik, en báðir voru úr barnmörgum fjöl- skyldum komnir og áttu ekki annan auð en þann sem bjó í eigin framtaki og vinnuþoli. Þegar ég hitti þáfélaga, spurði ég þá hvenær þeir hefðu byrjað að versla. ,,Á miðju ári 1944 losnaði verslunaraðstaða í húsi sem Garður hf. átti. Við leituðum ráða hjá Axel Jónssyni, skrif- stofustjóra hjá Miðnes hf., og hvatti hann okkur til að leita eftir að fá húsnæðið á leigu. Kannski hefur það ekki þótt girnilegt að láta þetta athafnatæki í hendur svo ungum og óreyndum mönn- um. Óskar Halldórsson, lands- kunnur athafnamaður, var þá stór hluthafi í Garði hf. og það mun hafa verið fyrir hans til- stuðlan að við fengum leigu- samninginn. Við byrjuðum svo með mátvöruverslun f húsnæði Garðs hf. í október 1944. Við unnum báðirviðverslunina.sem við skíröum Nonni & Bubbi, og urðum strax að bæta við okkur tveim afgreiðslumönnum." Hvenær stofnuðuö þið útibú- ið i Keflavfk? ,,Það var áriö 1948 að við tókum á leigu Ásbergsbúð að Hafnargötu 27 í Keflavík. Versl- unarstjóri þar var Einar Axels- son (bróðir Jóns). Þar versluð- um við fram undir 1960, fyrst með matvöru en síðustu árin með málningu, áhöld o.fl.“ Brann ekki verslun ykkar i Sandgerði einhvern tima? „Jú, hús Garðs hf. brann haustið 1949 og þarmeð verslun okkar og vörulager. Þá bauðst okkur verslunaraðstaða hinum megin götunnar sem Miðnes hf. átti, og hættu þeir þar með að versla. Þar vorum við í þrjú ár eða þar til við fluttum í nýtt og myndarlegt verslunar- og ibúð- arhús sem Garður hf. og Miönes hf. byggðu sarnan." Starfsfólk Nonna og Bubba fyrst efttr aö flutt var i nýju verslunlna i Sand- gerði. F.v.: Jón Axelsson, Þorbjörn Einarsson, Stefán Friðbjörnsson, Vilborg Vigfúsdóttir, Þórður Guðmundsson og Ásmundur (aökomumaöur). Mig minnir að þetta væri ein alglæsilegasta matvöruverslun á Suöurnesjum ó þeim tima? „Þetta var stór og mikil versl- unarhæð og við lögðum metnað okkar í að hún væri vel og snyrti- lega búin og hentaði þeirri þjón- ustu sem við vildum veita við- skiptavinum okkar. Hún er enn í fararbroddi í Sandgeröi. Þarna versluðum við þartil við hættum í Sandgerði 1972.“ En þið voruð með fleiri járn í eldinum? „Við réðumst í það að taka á leigu verslunarhæð í stóru versl- unar- og íbúðarhúsi sem Björn Finnbogason, oddviti, byggði á góðum stað í Garði. Þar versl- uðum við í 3-4 ár. Okkur hafði lika skilist að við þyrftum að bæta aðstöðu okkar í Keflavík. Við fengum hornlóðina við Hringbraut 92. Þar byggðum við verslunar- og fbúðarhús. ( þetta nýja húsnæði fluttum við mat- vöruverslunina af Hafnargötu 27 árið 1956 og versluðum þar þangaö til við seldum verslunina Jónasi Ragnarssyni nú um síð- ustu áramót, Fyrstu árin vorum við þar einnig með búsáhöld og vefnaöarvöru. Við suður-gafl á húsi okkar byggði Jón Kristins- son byggingameistari, íbúðar- og verslunarhús. Hálfa verslun- arhæð hans keypti Ragnars- bakarí, en við hinn hlutann. Þar versluðum við í rúm 10 ár með búsáhöld, leikföng, fatnað o.fl. Fyrst var afgreiðslan með hefð- bundnum afgreiðsluhætti, en árið 1966 tókum við upp sjálfs- afgreiðsluformið sem þá var óðum að ryðja sér til rúms. Á Hringbrautinni starfræktum við kjötvinnslu og reykofn." Voruð þið ekki með bátavið- skipti? „í Sandgerði varmikið verslað við útgerðarmennina. Það var oft tafsamt og erfitt að koma til móts við óskir þeirra og þarfir. Nonni og Bubbl, báðir um þrftugt Verslun Nonna og Bubba ( Sandgerði þótti falleg verslun á sirium tima og er enn f fararbroddi verslana þar. FAXI - 15

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.