Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1982, Blaðsíða 18

Faxi - 01.01.1982, Blaðsíða 18
Danmerkurferð Litla leikfélagsins Höfnin i Varde - Framhald - Er viö komum úrferöalaginu til Ribe vorum viö boðin í leikhús Syvkanten-manna, þar sem þeir sýndu okkur leikverk um Frederik Grundwik, eftir Ejvind Larsen og Ebbe Klövdal Reich. Var þaö um baráttu hans viö gamlar kreddur og einstreng- ingshátt almennings og kirkj- unnar, fléttað meö fornum dönskum sögnum, goðfræöi og kvæðasöng. Kvæðin voru auð- vitað eftir Grundwick. Leik- stjórn annaöist Ragnhild Han- sen, gestgjafi minn. Kvöldiö áöur haföi ég setið sveittur við aö skrifa útskýring- ar á íslensku viö verkið, sem flytja skyldi á undan hverjum þætti, svo allir íslenskir gætu notið verksins sem best. Okkur fannst þetta takast mjög vel hjá þeim og gáfum þeim gott klapp á milli atriða og kölluðum þau fram eftir sýningu. Eftir aö sýningunni lauk var svo dansað og sungið fram yfir miðnætti. Aðallega voru dansaðir hringdansar og sungin þjóðlög undir. Syvkant- en hefur sína eigin hljómsveit, sem spilarundirleiksýningumef með þarf og við ýmis önnur tækifæri. Ekki gat ég sungið með þarna, vegna hæsi er sótti mjög á mig þennan dag. Hafði ég farið þá fyrr um daginn í apótekið i Ribe og keypt stórt glas af norskum brjóstdropum og dós meðsterk- um hálstöflum til að reyna að vinna á hæsinni. Daginn eftir fórum við öll til JÖKULL Framh. af bls. 7 Nokkrar myndir frá fyrri tíð fylgja grein þessari, en því miður vantar marga á myndirnar sem síst hefði mátt vanta, en um það þýðir ekki að fást að sinni. Það hefur vissulega þurft kjark og áræði til að halda inn á þær nýju og óruddu brautir, sem frystihúsarekstur var árið 1937. Þjóðfélag okkar og þjóðlíf væri annaö og snauðara, ef það hefði ekki á umliðnum árum og öldum alið framsýna athafnamenn, meö tiltrú á framfarir og þolan- legt svigrúm til framkvæmda- semi. Þegna, sem fundið hafa hjá ser það þrek og þor sem nauð- synlegt er, til að ráðast til atlögu við þau verkefni sem aukin tækni og þekking bjóða upp á, svo að nýting og arðsemi nátt- úruauðæfa okkar verði þjóöar- búinu að því gagni sem mest má verða á hverjum tíma. Varde og skoðuðum það helsta í fylgd með dönskum leiðsögu- manni, svo sem höfnina og Litla bæinn, sem er líkan af Vardebæ eins og hann leit út í kringum 1800. Að þeirri byggingu er unnið af fólki á eftirlaunum og leggur bærinn til húsnæði og efni. Komum við á vinnustaðinn og sáum fólkið að störfum. Ræddi ég við sumt af fólkinu og virtist það vera ánægt með þetta verkefni og áhugasamt. Húsin eru af stærðargráðu 1:10 og standa á 3500 m2 svæði sem lagað var til með jarðvegi er þangað var fluttur. Ferðalagið um bæinn hafði tekið nokkurn tíma og voru ýmsir orðnir svangir og þreyttir og vildu fá eitthvað í svanginn. Á það ráð var brugðið og fórum við flest á sama matsölustaðinn og snæddum þar kjúklingakjöt og franskar kartöflur og drukkum auðvitað þjóðardrykk Dana með. Þarna inni var einn mekt- ugur spilakassi og reyndu margir að freista þar gæfunnar með misjöfnum árangri. Ég keypti mér spilapeninga fyrir fimm krónur og byrjaði að spila. Allt íeinufóraðflæðaúrkassan- um og fylltust allar skúffur og flóði út af. Fékk ég þá lánaðan poka til að setja þetta í. Hlógu þá viðstaddir og spurðu hvort ég ætlaði aö sprengja bankann. Dani einn sem þarna var bauð mér 20 krónur fyrir fúlguna, en mér þótti þaöof lítið, enda var ég farinn að gefa félögum mínum af þessu. Þessir spilapeningar eru verðlausir nema í spilakassana, en hægt er að nota þá hvar sem er í Danmörku. Að síðustu gaf ég ungmennum nokkrum er þarna voru stödd nærri alla peningana, því ég nennti ekki að burðast með þá. ( verslununum í Varde var okkur afar vel tekið og ekki síst ef fólkið vissi að við vorum úr leikhópnum frá (slandi. Sem dæmi nefni ég, að maður nokkur, sem nýlega var byrjaður aö versla þarna, bauð mér að koma með sér og skoða verslun sína og aðstöðu alla, meðan konan mín var að skoða vörur í versluninni í fylgd konu hans. Skömmu eftir máltíðina var okkur boðið að skoða minja- safnið i Varde. Sumir sögðust ekki hafa áhuga á ,,gömlu skrani1', aðrir vildu ólmir kaupa eitthvað, svo að lokum vorum við aðeins þrjú sem þáum boðið. Húsið undir safn þetta létu hjón í Kaupmannahöfn byggjaoggáfu Vardebæ, en konan var þar fædd og uppalin. Þegar konan dó gaf maður hennar alla muni úr stofu þeirra og lét flytja i safnið. Eru þeir allir í einu her- bergi safnsins uppraðað í ná- kvæmlega sama hátt og þeir voru í húsi þeirra. Sendi hann stofustúlkuna til að sjá um verkið, svo ekki færi á milli mála hvar hver hlutur átti að vera. ( safninu er margt af söguleg- um munum frá fyrri tímum, svo sem vopn, föt, kistur og ílát. Þar ber þó mest á gömlu jólapottun- um sem frægir voru bæði utan og innan Danmerkur og áður er minnst á. Einnig voru nýlegri munir, t.d. stórt herbergi af alls konar glermunum, sem maður nokkur gaf safninu. Sá var í æsku fátækur og munaðarlaus drengur í Varde, en komst í góð efni í höfuðborginni sem gler- kaupmaður. Niðri i kjallaranum er svo málverkasafn sem safnið á, en málverkin eru dánargjöf málarans Chr. Lyngbo. Við dvöldum þarna í nærri tvær stundir og fannst mér þær fljótar að líða, og ennþá brenn- ur í muna mér margt af því er safnvörðurinn sagði okkur um tilvist munanna þarna. Þökkuð- um viö honum góða leiðsögn um safnið og kvöddum hann með virktum. Að siöustu fór fólkið að tínast saman og settist að kaffidrykkju í garði einum í bænum. Höfðu hjón þau boðið okkur að eta nestið okkar þar, en hituðu svo kaffi og te ef við vildum drekka með nestinu. Þarna sátum við all langa stund í blíðviðrinu áðuren haldið var heim til gestgjafanna. Um hádegi daginn eftir skyldi lagt af stað til Kaupmannahafn- ar. Morguninn þann var indælt veður, sólskin og logn, og sátum viö úti í garði og létum sólina verma okkur, en efir hádegið var haldið á brautarstöðina í Varde. Þar kvöddum við vini okkar í Syvkanten og sögðu danskir, að lestin hefði tafist í heilar fimm minútur vegna faðmlaga og kossa okkar og gestgjafanna, en slíkt hefði ekki skeð í manna minnum. Áður en við fórum upp í lest- ina skrifuðum við öll nöfn okkar á eitt plakatið af ,,Þið munið hann Jörund" og skildum það eftir í vörslu þeirra í Syvkanten, en ég kom í seinna lagi á braut- arstöðina og var kominn í tíma- þröng, svo ég gleymdi treyjunni á stól í biðstofunni, og (segar lestin var komin á hreyfingu rann það upp fyrir mér að svo heföi verið. kallaði ég þá til Ragnhild að taka hana. Fékk ég treyjuna síðan senda hingað heimskömmueftirheim- komuna. Jóhann Jónsson FAXI 18

x

Faxi

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8270
Tungumál:
Árgangar:
83
Fjöldi tölublaða/hefta:
520
Gefið út:
1940-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Málfundafélagið Faxi (1940-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Suðurnes. Reykjanes.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.1982)
https://timarit.is/issue/331349

Tengja á þessa síðu: 18
https://timarit.is/page/5184776

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.1982)

Aðgerðir: