Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 7

Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 7
I’AXI Mars l!l!l!l Baunastokkur Ingunnar í Steinum Ferhyrndur stokkur, líkur turni í laginu. Negldur sam- an ineð járnnöglum. líreið- astur við botn en dregst saman eftir því sem ofar dregur og er mjóstur efst. Par er lok í trérennu, sýnilega yngra en stokkurinn, enda Ijósara að lit en stokkurinn (sjálfur). A einni hliðinni eru skornir upphafs- stafir í nafni eigandans: IVD, (þ.e. Ingunnar Vigfúsdóttur). Stokkur- inn er ómálaður, viðurinn brúnn og snjáður. í stokknum voru að sögn geymdar kaffibaunir fyrir brennslu enda er kaffilykt upp úr stokknum. Þetta er hinn ágætasti safngripur. Þannig hljóðar lýsing á 24,7 sentímetra háum tréstokk, fláa- laga, nieð renndu loki að ofan, sem Ingunn gamla í Steinum í Leiru álti og barst Byggða- safni Suðurnesja í maí 1969. En Ingunn bjó með bamsföð- ur sínum Geir S. Guðmunds- syni í Garði og Leiru 1899 - 1903, að þau fóru í vinnu- mennsku suður að Kalmanstjörn í Höfnum. Þar dó Geir 1904 en Ingunn var þar áfram til 1906 þangað til hún gerðist ráðskona hjá Olafi skinnklæðasaumara í Steinum 1906 og allt þar til hann dó 1922. Ein- hvern tíma á þessum árum hefur stokkurinn verið búinn til. Eggert Olafsson getur þess með vandlætingartón í ferðabók þeirra Bjarna Pálssonar, að frá 1745 -1755 hafi orðið miklar breytingar á mat og drykk hjá efnafólki og betri bændum á Islandi, einkunt sunnanlands. 1755 - 1756 hafi veriö flutt inn ýmislegt af því tagi sem menn hér þekktu vart með nafni við upphaf 18. aldar. Te og sykur var þá að sögn Eggerts orðið al- gengt hjá efnabændum íslenskum. Kaffi var þá „að komast í notkun”, þótt hvorki væri það notað af bændum né ntörgum prestum, en af sumurn prestum þó. Jón Aðils segir að 1760 hafi lítilræði af kaffi og tei verið llutt inn til Reykjavíkur vegna fólks sem vann við Innréttingamar. Sökum vetursetu kaupmanna á höfnum landsins, sem tekin var upp á árunum 1764 -1773 jókst innflutning- urinn enn. Á árunum 1773 - 1787 tóku íslenskir efnabændur upp á þeim sið í meira mæli að drekka kafft og fylgdi þá um leið innflutn- ingur syk- urs. Árin 1777 - 78 1 1820 á Siglunesi norður. Kaffibaunir urðu og snemma gjafir rnanna á milli. Kaffidrykkja varð þó ekki verulega al- menn fyrren um og eftir 1850. Á árunum 1859 - 64 var algengt á Suðumesjum að veita víni út í kaffið, t.d. á hátíðum. Sennilega er sá siður við kaffidrykkju úr verstöðvunum upprunninn ætlaður mönnum til hress- ingar og upphitunar. Eftir 1860 og fram á styrjaldarárin 1914 -18 var kafft aðeins drukkið með kandís, en ekki með brauði nerna á hátíðum. Venjulega var þá aðeins drukkinn voru flutt inn 3258 pund af kaffi- baunum lil fimm hafna í Gullbringusýslu, en 357 1/2 pund af tei. Brúnn kandís, 6454 1/2 pund, var fluttur inn og 2457 pund af hvítum molasykri. Strásykur var óþekktur þá. Kaffið var því einkum bundið við kaupstaðina og sjávarsíð- una lengi vel. Árið 1784 -1785 höfðu betri bændur talsvert notað te til drykkjar og voru þá „byrjaðir að nota kaffi”. Hvort tveggja höfðu þeir tekið upp eftir dönskum kaupstaðarbúum. Fram undir miðja 19. öld breiddist kaffið hægt út, sæmilega stæðir bænd- ur keyptu það helst handa gestum sín- um, og þá var áfengi gjaman bætt út í. Kaffis og romms er getið í sömu andrá Frá Byggðasafninu Vatnsnesi. Bak- við stærri askinn sér á baunastokk- inn sem frá segir í greininni. Fremst eru nokkrir spænir með handbragði Olafs í Steinum. einn bolli í einu. Þannig var það hjá efnaðri borgurum í Reykjavík. Fátæk- lingar drukku þá stundum aðeins kaffi á miðdegi með brauði án matar. Á þessum árum var kaffi drukkið allt að fjórum sinnum á dag hjá betri borgur- um en þrisvar hjá þeim sæmilega stæðu. Allt frá miðri 18. öld var kaffið flutt til landsins ómalað, í baunum, en brennt og malað heima. Brennslu og mölun svipar því til matargerðar. Sá undirbúningur var hluti af nautninni við drykkjuna. Annars má vera að nauðsynin hafi knúið menn til að flytja baunimar ómalaðar inn, þær liafi geymst betur þannig. Ekki er mér að fullu ljóst hvenær verslanir hófu að flytja inn brennt kaffi og malað. Um 1904 voru versl- anir í Reykjavík famar að bjóða við- skiptavinum sínum slíka vöru en ómalað kaffi var og llutt inn um leið, árlega, a.m.k. fram til ársins 1939. Verðmunur varð stundum talsverður á óunnu og unnu kaffi. Margir hafa því án efa sjálfir brennt og malað kaffi heima fram að seinni heimstyrjöld. Anney Guðjónsdóttir í Keflavík segir þó að þar muni hún aðeins eftir því að gamlar konur hafi brennt kaffi og malað sjálfar á ámnum 1931 - 33. Slíkt hafi ekki tíðkast á hennar heim- li. 1 sama streng tekur Ester Tyrfingsdóttir sem þó er nokkru yngri en Anney. Ester getur þess til að þetta hafi tíðkast á heimili afa hennar og ömmu, Helga Jenssonar og Sig- ríðar Guðnadóttur, í Keflavík. En al- mennt hafi brennslu heima verið liætt um 1939. Ingunn í Steinum gat því hæglega notað baunastokk sinn. hinn einfalda, eins lengi og kaffibaunir fengust í búðum, um það ber lyktin úr stokkn- um hennar vitni, að hann haft lengi verið notaður. Við brennslu voru stundum notaðir sérstakir pottar (brennarar) með loki á og sveif upp úr, en við hana var festur þyrill niðri í pottinum sem snúið var á meðan að potturinn var hitaður. SMIÐURINN ÓLAFUR 0(1 KIRNUR HANS Ingunn Vigfúsdóttir var rnóðir Helgu Sigurrósar Geirsdóttur, sem bjó lengi í húsinu nr. 13 við Aðalgötu í FAXI 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.