Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 11
Og hverl ákváðuðþið aðfara?
„Eins og ég sagði höfðum við feng-
ið mikið af upplýsingum og þá sér-
staklega frá Bandaríkjunum. Við völd-
um að fara til háskóla Vestur-Virginíu.
Við seldum húsið okkar og fórum
bæði í nám. Hvað mig sjálfa snerti
setti ég strax stefnuna á stjórnun í
mínu sálfræðinámi og Vilhjálmur setti
stefnuna á stjómsýslufræði. Námsfer-
illinn var síðan á þá leið að ég lauk
meistargráðu 1989 og síðan doktors-
prófi árið 1991. Vilhjálmur lauk sínu
meistaranámi 1992.“
Hvaðfannst þér helst einkenna há-
skólanámið í Vestur Virginíu?
„I fyrsta lagi voru mjög ströng
vinnubrögð í sjálfu náminu og síðan
varð ég fljótt vör við hina miklu teng-
ingu sern var á milli skólans og at-
vinnulífsins. Eg fór fljótlega fram á og
fékk samþykkt að ég fengi að tengjast
verkfræðideild skólans. Mér fannst
áhugavert að bæta þekkingu á tækni-
sviði við rannsóknamámið í sálfræði
og urðu störf mín eftir það mjög verk-
fræðitengd. Eins og áður sagði tengd-
ist skólinn mikið atvinnulífmu og var
unnið að mörgum verkefnum í sam-
vinnu við hin ýrnsu fyrirtæki. Strax á
fyrsta ári fór ég á samning hjá fyrir-
tækjum við að vinna að verkefnum og
jukust þau er á námstímann leið. Það
var sérstakt fyrirtæki innan skólans
sem sá um þessi samskipti við fyrir-
tækin og fékk skólinn á þennan hátt
bæði fjármagn inn í reksturinn og
mikla og góða þjálfun fyrir sitt náms-
fólk.“
Fannst þér þetta starfstengda nám
gagnlegt?
„Það er ekki nokkur vafi á því að
það var það. Strax á fjórða ári var ég
farin að vinna með leiðtogum í nokkr-
urn fyrirtækjum og það var að sjálf-
sögðu ómetanleg reynsla. Eg var að
vinna í ýmsum verkefnum á tímabil-
inu 1987 - 1991 og það var því mjög
góður undirbúningur fyrir störf að
loknu námi.“
Það vakti óneitanlega athygli hér
heima þegar fréttir bárust um að þið
Vilhjálmur hefðuð stofnað fyrirtœki í
Ameríku og vœruð að vinna fyrir
mörg þekkt fyrirtœki. Segðu okkur
nánarfrá því.
„Sumarið 1991 stofnuðum við ráð-
gjafarfyrirtæki á sviði árangursstýring-
ar og nefndum það LEAD Consulting.
Vilhjálmur lauk sínu nánti ári síðar og
kom þá að fullu til starfa. Ég byrjaði
FAXI 11
Guðfinna a skrifstofu sinm i
Viðskiptaháskólahum.
Ljósm: Faxi/HH
að vinna við verkefni hjá The Entpire
National Bank og var bankinn í raun
eini viðskiptavinur fyrirtækisins í
nokkurn tíma. Þetta verkefni gekk
mjög vel og reyndar svo vel að það
vann til eftirsóttra verðlauna. Fyrir-
tækið okkar komst ágætlega í sviðs-
Ijósið við þetta og þurftum við í raun
ekki að kvarta yfir skorti á viðskipta-
vinurn eftir þetta. Meðal þeirra fyrir-
tækja sent við síðar unnum fyrir má
nefna United Tecnologies, Regional
Financial, Pratt and Whitney Aircraft
Sei"vices, Office of Personnel Mana-
gement, Farmers Home Ad-
ministration og Syscan Corporation.
Hvers konar verkefni var það sem
þið umuið fyrir bankann?
Verkefnið snérist um að breyta
stefnumörkun í framkvæmd. 1 upp-
liati var gerð víðtæk úttekt á lykilatrið-
unr til að skilgreina stefnu fyrirtækis-
ins. Þessi atriði voru m.a. hugntynda-
fræði og sýn stjórnenda, væntingar
viðskiptavina, möguleikar í rekstrar-
umhverfinu, þróun í bankageiranum
og fleira. I samræmi við niðurstöður
úttektarinnar var stefnan sett fram á
einfaldan hátt og hún síðan aðgerða-
bundin í krefjandi árangursmarkmið
fyrir bankann í heild og fyrir einstakar
einingar. 1 kjölfarið var unnin verká-
ætlun sern byggði á sóknarmöguleik-
unt sem skilgreindir höfðu verið með
þátttöku starfsmanna. Mikið var unnið
í fræðslumálum innanhúss bæði fyrir
stjórnendur og aðra starfsmenn.
Markmiðið var að ná liðsheild og
samhæfa áralagið í öllum deildum til
að ná mætti óvenju krefjandi skýja-
markmiðum með þátttöku allra starfs-
manna. Lykilatriði til samhæfingar
var að deila nteð starfsmönnum og
stjómendum vitneskju unt hvert væri
stefnt í fyrirtækinu, láta sífelll vita um
hvernig miðaði og etla þátttöku allra í
velgengni fyrirtækisins.
Hvar var fyrirtœkið ykkar staðsett?
Höjðuð þið margt staifsfólk?
„Við áttum heima í bænurn
Morgantown sem er háskólabær. Fast-
ir íbúar bæjarins voru unt 40 þúsund
og alls voru um 25 þúsund nentendur í
hákólanum. Til að byrja með vorum
við með fyrirtækið lieinta hjá okkur og
þar sem við voruin mest að vinna úti í
fyrirtækjunum þá gat það gengið
þannig í nokkurn tíma. Þegar umsviftn
fóru síðan að aukast þá gekk það ekki
lengur og við fluttum skrifstofuna út í
bæ og þá réðum við fólk til að aðstoða
okkur þó í litlum mæli væri reyndar.
En við gerðum líka annað sem kont
okkur að miklu gagni. Við mynduðum
fyrirtækjanet nteð ýmsum fyrirtækjum
sem störfuðu á ólíkum sviðunt og
þannig gátum við tekið að okkur ýmis
fjölþætt verkefni sent okkar fyrirtæki
hefði ekki ráðið við eitt og sér nerna
nteð mikilli stækkun."
Þiðfóruð síðan einnig að vinna ein-
liver verkefni hér lieima. Hvernig kom
það til?
„Það er nú svo oft þannig að tilvilj-
anir ráða miklu um framvindu mála.
Okkur var eitt sinn boðið til móttöku í
sendiráð Islendinga í Washington. Þar
hitti Vilhjálmur fjármálaráðherra og
fleiri fulltrúa frá ráðuneytinu og af-
henti þeim upplýsingar utn starfsemi
og verk LEAD Consulting og í kjöl-
farið vorum við síðan beðin um að
lialda erindi á ráðstefnu sem var á
veguni fjármálaráðuneytisins. A árun-
um 1996 - 1998 unnum við síðan að
ýmsum verkefnum hér heima, s.s. fyr-
ir Reykjavíkurborg, Fjármálaráðu-
neytið og Hagkaup."
En hvenœr tókuð þið svo ákvörðim
um að koma heim?
„Sú ákvörðun hel'ur líklegast orðið
til í áföngum. Þegar við fórum að
vinna svo ntikið hér heirna þá komum
við hingað oftast einu sinni í mánuði
og stoppuðum í eina viku í senn. I
fyrstu gistum við ávallt á Hótel Borg
en keyptum síðan íbúð á árinu 1997.
Uti vorum við sífellt á ferð og flugi
milli viðskiptavina okkar þannig að
tírni var kominn til að hægja á. Fríða
dóttir okkar var í sálfræðinámi við há-
skóla úti í Bandaríkjunum en ákvað
eftir að hafa verið að vinna í Reykja-
vík sumarið 1997 að halda áfrani námi
sínu við Háskóla Islands. Við fylgdunt
svo á eftir ef svo má að orði komast.
Vilhjálmur starfar nú hjá Reykjavíkur-
borg sent stjórnsýslusérfræðingur og
sjálf fæst ég við það skemmtilega og
skapandi verkefni að vera rektor hins
nýja Viðskiptaháskóla."
En livað með fyrirtœkið?
„Það starfar enn í umsjá systur
minnar sem býr í Washington. Við
Ijúkum senn nokkrum verkefnuni sem
í gangi hafa verið um nokkurn tíma.
Ég hlakka til að snúa mér að Við-
skiptaháskólanum og þá mun fyrir-
lækið okkar fá að liggja í dvala um
tíma,“ sagði Guðfinna að lokum og
við þökkum henni kærlega fyrir spjall-
ið og óskum henni velfamaðar í henn-
ar nýja starfi.
HH.