Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 14

Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 14
FAXI Mars 199» Hið nýja afgreiðslu- og verkstæðishús SBK. Fyrir miðju er afgreiðslan en stóru dvrnar vinstra megin við rútuna eru á verkstæðinu. Aftan við þetta hús rís síðan bílgeymslan. Eins og sjá má er bílgeymsla SBK engin smásmíði. Enn sem komið er er hún óupphituð en vonandi rætist úr því innan tíðar. (ieinarhöfundi varð að orði þegar hann kom í húsið og sá lofthæðina að þar mætti auðveldlega koma upp fyrirtaks fimleikahúsi með því að setja inilliloft í húsið. En það er nú önnur saga en hugmyndinni er samt sem áður komið hér á frainfæri! Ljósm: Faxi/HH I>að er ágæt aðstaða sem starfsmenn SBK hafa þegar þarf að dvtta að bif- reiðum fyrirtækisins. Flestir bílstjóranna taka þar til hendinni og hér má sjá þegar verið var að skipta um framrúðu á einum bílnum. Um miðjan nóvember s.l. flutti afgeiðsla SBK af Hafnargötu 12 í Grófina í fyrrum húsnæði Dráttarbrautar Keflavíkur. SBK byggði húsið að Hafnargötu í bvrjun 6. áratugarins og var fyrst með starfsemi í öllu húsinu en síðan voru bæjarskrif- stofur Keflavíkur til húsa á efri hæð hússins þar til þær fluttust að Tjarnargötu 12 fyrir nokkrum árum. Fyrirtækið Ný-Ung í Kefla- vík hefur nú keypt húsið en ekki er enn komið í Ijós til hvers það veröur nýtt. Keflavíkurbær eignaðist hús Drátt- arbrautarinnar fyrir nokkrum árum og hefur hluti þess verið leigður út til ým- issa aðila og nú síðast til SBK sem leigir stærstan Itluta hússins. Hið nýja afgreiðslu og verkstæðishús SBK er tvískipt og í eldri hluta þess eru skrif- stofur, almenn afgreiðsla, aðstaða fyrir starfsfólk og verkstæði. Nýrri hluta hússins var aðalvinnsluhús dráttar- brautarinnar, stórt og mikið hús með heilmikilli lofthæð. 1 þessum hluta eru nú rúturnar geymdar í skjóli fyrir 14 FAXI veðri og vindum og þarna er einnig aðstaða til að þrífa þær. Eins og fram kom í síðasta tölublaði er Einar Stcinþórsson tekinn við fram- kvæmdastjóm hjá SBK og hittum við hann nýlega að máli til að fræðast um hvemig gengið hefur að koma sér fyrir með starfsemina á nýjum stað og hvað væri annars a döfinni hjá SBK. Fara svör hans hér á eftir: Við erum hér með alla starfssemina á einum stað sem er mikill kostur. Enn eigum við samt svolítið í land með að klára húsnæðið og gera það eins og við viljum hafa það. Við eig- um eftir að Ijúka frágangi utandyra, ganga frá stæðum fyrir rútumar, setja upp lýsingu og sitthvað fleira. I janúar gerðum við þá breytingu á áætluninni að helgaráætlun var sam- ræmd áætluninni í miðri viku. Aætl- unin er því eins alla vikuna, að því undanskildu að l'yrsta ferðin fellur nið- ur um helgar og er því fyrsta brottför frá Keflavík kl. 8.30 á laugardöguni og sunnudögum. Einnig er búið að setja upp skilti á allar stoppistöðvar með upplýsingum um áætlunina. 1 öllum ferðum er ekið fram hjá Kringl- unni, niður Laugaveg. Hverfisgötu, Lækjargötu og niður á BSI. A joessari leið er fólk komið í mjög góða teng- ingu við SVR og er því greið leið uni alla borgina. Ekki verða gerða stórar breytingar á rekstrinum sem verður með hefð- bundnu sniði, þ.e. fyrir utan áætlunina til Reykjavíkur, skólaasktur í ná- grannabyggðirnar, akstur strætisvagna og við erum í hópferðaakstri rneð ís- lenska og erlenda ferðamenn um land allt. I því sambandi er gaman að geta þess að við eigum von á nýjum bíl á næstu vikum. Þetta er 54 sæta MAN nteð sjónvarpi, myndbandstæki, geislaspilara, ísskápi o.fl. þægindum. Við erum mjög stoltir af því að fá þessa glæsilegu rútu í annars ágætan bílaflota sem fyrir er hjá okkur. Við þökkum Einar greinagóð svör um leið og við óskum SBK og starfs- fólkinu velfamaðar á nýjum stað. HH Einar Steinþórsson framkvæmdastjóri við vinnu sína. Skrifstofan er björt og vel staðsett og hefur hann bæði yfirsýn yfir bifreiðaplanið og afgreiðsl- una. I=C3 1 1 'odöö d mmd i&ffi

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.