Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 17
FAXI Mars 1999
/
Pað er lítill vafi á því að sterkustu körfuboltalið landsins er að finna í Reykjanesbæ. Að þessu sinni voru það
Njarðvíkingar sem unnu bikarinn. Ljósm. Víkurfréttir.
Þegar Ijóst var að úrslitaleik-
ur Bikarkeppni KKÍ yrði á
milli ineistaraliðanna úr
Reykjanesbæ þá var það Ijóst fyrir-
fram að það myndi verða hörku-
leikur eins og þeir gerast bestir.
Leikurinn var leikinn í Laugardals-
höllinni laugardaginn 6. febrúar s.l.
fyrir fulli húsi og honum var jafnframt
sjónvarpað beint á Stöð 2. Njarðvík-
ingar báru sigur úr bítum og bættu
enn einum meistaratitlinum í safnið.
En það verður að segjast eins og er að
þegar innan við hálf rnínúta var til
leiksloka virtust Keflvíkingar vera
með sigurinn í höndunum. En þegar
körfuboltinn er annars vegar er það
tvennl sem þarf að hafa í huga. 1
fyrsta lagi getur leikur snúist gjörsam-
lega við á örskömmum tíma og liitt er
að þegar Njarðvíkingar eru annars
vegar þá gefast þeir aldrei upp og í
þeirra augum er leiknum ekki lokið
fyrr en bjallan glymur.
Frá upphafi var leikurinn mjög jafn
og gerði hvorugt liðið sig líklegt til að
stinga hitt af. Hittni Njarðvíkinga var
heldur betri (49% - 43%) en ekkert
hallaði á í fráköstunum (36 - 36).
Aldrei skildu mörg stig liðin að en
undir lok síðari hálfleiks náðu Kefl-
víkingar yfirhöndinni, voru m.a. 7
stigum yfir þegar tæp hálf mínúta var
eftir af leiknum. En heilladísirnar
snérust á sveif með Njarðvíkingunum.
Falur Harðarson hinn eitilharði bak-
vörður var kominn út af með fimm
villur, Birgir Örn Birgisson varð að
fara út af með blóðnasir og hin örugga
vítaskytta Kristján Guðlaugsson
brenndi af tveimur vítaskotum. Er
skemmst frá því að segja að Njarðvík-
ingarnir jöfnuðu leikinn og knúðu
fram framlengingu með glæsilegri
þriggjastiga körfu Hennanns Hauks-
sonar sem náði frákasti eftir skottil-
raun Brentons Birminghams, lék
knettinum út fyrir þriggja stiga línuna
og skaut þaðan beint ofaní á síðustu
sekúndu leiksins.
Menn geta rétt ímyndað sér stemm-
inguna í Laugardagshöllinni þegar
Hermann hafði jafnað leikinn. Njarð-
víkingarog stuðningsmenn þeirra ætl-
uðu af göflunum að ganga en Keflvík-
ingar og stuðningsmenn þeirra trúðu
varla sínunt eigin augum. Áhorfendur
sem margir voru á leiðinni út úr hús-
inu því þeir vom búnir að bóka Kefl-
víkingum sigur snéru nú aftur þegar
þeim varð ljóst Itvað gerst hafði. Það
var erfið raun fyrir lið Keflavíkur að
einbeita sér í framlengingunni auk
þess sem Fals naut ekki lengur við.
Enda fór það svo að Njarðvíkingar
réðu lofum og lögum og unnu leikinn
með 102 stigum gegn 96.
Stórskemmtilegum og ákaflega
spennandi leik var lokið og eins og
svo oft áður þótti manni leiðinlegt að
aðeins annað liðið hlaut sigurlaunin.
Stigaskorun einstakra leikmanna
var sem hér segir:
Njarðvík
Brenton Birmingham...........26
Teitur Örlygsson.............24
Friðrik Ragnarsson...........18
Hennann Hauksson.............14
Friðrik Stefánsson...........14
Páll Kristinsson..............6
Keflavík
Damon Johnson................37
Falur Harðarson..............25
BirgirÖm Birgisson...........15
Guðjón Skúlason...............9
Hjörtur Harðarson.............4
Gunnar Einarsson..............4
Til hamingju Njarðvíkingar
HH
Heiðarskóli
Þeir seni lagt hafa leið sína um
Heiðarhverfi undanfama mánuði
hafa orðið vitni að því að nýr
skóli er að rísa í Reykjanesbæ.
Skólinn heitir Heiðarskóli og
H mun kennsla hefjast í honum
strax næsta haust. Skólinn mun
hýsa nær 500 nemendur frá aldr-
inum 6-16 ára. Jafnframt mun
ganga í gildi nýtt skipulag í
skólamálum í bænum því þá
verða allir skólar bæjarins lang-
skiptir, þ.e. allir skólarnir verða
með nemendur í 1. - 10. bekk.
Hefur bænum því verið skipt
upp í ný skólahverfí. Faxi mun
fjalla meir um skólamálin í
næstu blöðum en birtir hér mynd
af hinum nýja Heiðaskóla eins
og hann leit út nú undir lok
rnars. Ljósm: Faxi/HH
FAXI 17