Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 19

Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 19
Nýútskrifaðir nemendur í FS setja upp húfurnar og fagna með því merkuin áfanga í lífí sínu. Hvað bíður hvers og eins er óráðið en það er þó víst að þau hafa nú lagt lóð á vogaskálar velgengi þeirra í framtíðinni. Hjómsveitin hélt tónleika á sal skólans fyrir nemendur og kennara. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram á önninni og tóku 30 nemendur Fjölbrautaskóla Suður- nesja þátt og stóðu sig ágætlega þó enginn þeirra haft náð verðlaunasæti. Samband iðnmenntaskóla hélt upp á 50 ára afmæli sitt 30. október. Suðurnesjamenn ltafa unnið ötullega gegnum árin með Sambandi iðnmenntaskóla og var Hermann Eiríksson þáverandi skólastjóri Iðnskólans í Keflavík í fyrstu stjórn þess. Fjölbrautaskóli Suður- nesja sá um skipulagninu afmælishátíðarinnar sem haldin var í Eldborg, húsnæði Hitaveitu Suðumesja í Svartsengi. Dagana 13. - 15. nóvember var kynning á Evrópu- verkefnum í Perlunni. Skólinn kynnti þar þau verkefni sem hann hefur tekið þátt í eða staðið fyrir á síðustu árum en þau eru alls 7 talsins. Dimmisjón var 27. nóvember en þá kvöddu þau sem nú eru að útskrifast nemendur og kennara á sal skólans. Venjan er sú að á dimmisjón gera útskriftamemendur létt grín að sjálfum sér og kennurum og tókst þeim vel upp er þau fluttu söngleik þar sem sögusviðið var villta vestrið og söguhetjumar í gervi kennara skólans. Um kvöldið hittust síðan kennarar og útskriftamemendur og snæddu saman kvöldverð. Þann 1. desember söfnuðust nemendur og kennarar saman við fánastöng skólans. Þar rifjuðu sögukennarar upp hvað gerðist 1. desember 1918 og lesið var ljóðið Rís þú unga Islands merki eftir Einar Benediktsson og íslenski fáninn var dreginn að húni. Avarpi sínu lauk Oddný með því að þakka hinum út- skrifuðu nemendum samveruna og óskaði þeim vel- famaðar í framtíðinni. Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari Það nálgast jól og árið er senn á enda. Haustönn er lokið og á ný erum við komin saman hér í hátíðarsal skólans af sérstöku til- efni - að brautskrá og kveðja þennan fríða hóp nemenda sem lokið hefur námi frá Fjöl- brautaskóla Suðumesja. Nemendur sem nú eru að brautskrást eiga mis- langt nám að baki og að mörgu leyti ólíkt þó jafnlagt ; sé. Það er nefnilega af sem áður var að steypa alla nemendur í sama form eða mennta til tiltölulega skýrt afmarkaðra statfa. Fjölbreytni í námsframboði og val nemenda gerir okkur í dag kleyft að sníða námið að hverjum og einum - miðað við þarfir hans og óskir. Og ekki ljúka allir námi á sama tíma eða sama aldri. Þessa þróun skóla- | kerfisins ntá að hluta rekja til þeirrar viðurkenningar að við erum ekki öll eins og að aðstæður geta verið mis- munandi. Einnig má rekja þessa þróun til breytinga á vinnumarkaði. Störfin eru fjölbreyttari, þau eru orðin flóknari og það er ekki lengur á vísan að róa þegar kemur að verkefnunum ntorgundagsins. Þekking úreldist hraðar en nokkru sinni fyrr. sem gerir það að verkum að það að endumýja og bæta þekk- ingu sína er orðið ævistarf. Ný störf skjóta upp kollin- um daglega - störf sem fáa hafði dreymt um fyrir að- eins örfáum árurn. Störfum sent byggja einungis á reynslu og lágmarks menntun fækkar hraðar en nokkum óraði fyrir. (Eg vil í þessu sambandi vekja at- hygli á skýrslu sem kom út nýlega unt Atvinnulíf og menntun á Suðumesjum. Þessi skýrsla er gerð í sam- vinnu MOA og FS - í raun afurð Evrópsks verkefnis sem skólinn er frumkvöðull að - og hefur vakið verð- skuldaða athyggli yfirvalda og sveitarstjómarmanna um allt land. - En þar kemur fram að mati atvinnurekenda á Suðurnesjum fækkar störfum sem krefjast lágmarks- menntunar um 11 % á næstu fimm árum meðan störfúm sem krefjast framhaldsnáms (iðn-stúdents- og háskóla-) fjölgar um 30-50% - þetta er mat vinnuveitenda sjálfra. Af þeim sem eru atvinnulausir eru yfir 95% rneð grunnskólapróf.) Þetta eitt og sér ætti að segja okkur að besta trygging fyrir framtíðina er að leita sér menntunar. En hvemig geturn við hér í skólanum og þið foreldr- ar undirbúið ungt fólk fyrir það sem við tekur þegar möguleikamir virðast óendanlegir. Hvaða heilræði er hægt að gefa fólki í veganesti við tímamót sem þessi og Itvað er það senr skiptir í raun mestu máli þegar óvissan er framundan. Það er hreint ekki auðvelt að velja og hafna þegar tækifærin eru mörg. Öflugur skóli getur vissulega boðið nám við hæfi hvers og cins en það verður að viðurkennast, að skóli sem einungis byggir á miðlun þekkingar, dugar skammt. Þekking er einungis tæki og tækin verða ein- ungis góð í höndum sem kunna til verka. Og á tímum þegar viðteknar staðreyndir úreldast rneð ógnarhraða þá reynir meira á viljann og hæfileikann til endumýjunar en þá þekkingu sem liver og einn liefur aflað sér. Það verður því miður að segjast eins og er að að þessu leyti erum við í skólakerfinu á eftir. Þekking sem ekki á sér siðferðilegan grundvöll eða markmið er gagnslítil og getur beinlínis verið hættuleg. Það er því eitt brýnasta verkefni okkar að leggja rneiri áherslu á þá nrannlegu þætti í fari nemenda okkar sem gerir þeim kleift að nýta sér best þá möguleika sem framtíðin hef- ur að bjóða og rækta þá hina sern skapa þeim grund- völl. Þetta er vissulega spuming um viðhorf. Viðhorf til okkar sjálfra, til annarra, til námsins og til þejrra verk- efna sent okkar bíða og við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Fyrst er að vilja afgangurinn er tækni eins og Laxnes segir í Kristnihaldinu. En ykkar er morgundagurinn, kæru útskriftarnemar. Ykkar bíða ómældir ntöguleikar og endalaus tækifæri. Tentjið ykkur jákvætt viðhorf - til ykkar sjálfra og annara og til þeirra verka sem þið takið að ykkur. Hvom skal veginn heldur halda, þann sem leiðir þangað sem að sléttan sflgræn faðminn breiðir, auðveld yfirferðar, ársæld með og gróða, eða upp til fjalla, upp til hamraslóða. Þetta segir Sigurður Norðdal í Vegamótum. Hann botnar svo í síðasta erindinu: Upp á tindinn finna, æðsta og efsta markmið óska og vona minna. Setjið markið hátt. Missið ekki viljan til að þroskast og ykkur mun famast vel. Ég vil þakka ykkur sem nú yfirgefið skólann samfylgdina og aðra býð ég velkomna til frekara náms. Til hamingju með daginn. FAXI 19

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.