Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 12

Faxi - 01.03.1999, Blaðsíða 12
Crófln 8 • K'flavtk ■ ,lml 421 4670 C^n 8 * ' "m'421 4670 Bílakringlan, Stapafell o.fl. opna Bílabúðina í Grófinni Þann 19. mars .s.l. var ný varahluta- verslun fyrir bíla opnuð í Grófinni í Keflavík. Verslunin , sem ber nafnið Bílabúðin, er í sama húsnæði og vara- hlutaverslun Bílakringlunnar hefur verið í undanfarin ár. Sagan að baki hinni nýju búð er nokkuð merkileg því hér var verið að sameina tvær varahlutaversln- anir sem verið hafa Ieiðandi á þessum markaði á Suðurnesjum um áratuga skeið. Önnur þeirra var verslun Bílakringlunnar en Birgir Guðnason hefur verslað með bílavarahluti og málningarvörur í Grófmni í 30 ár og hin var varahlutaverslun Stapafells sem rek- in hefur verið við Hafnargötuna í hart nær hálfa öld. Með þeim eru það síðan tveir aðrir aðilar sem standa að þessari verslun, Heildverslunin Orka og Heild- verslun Snorra G. Guðmundssonar. Þessir aðilar báðir hafa átt mikil við- skipti við verkstæðiseigendur og vara- hlutaverslanimar gegnum tíðina og stíga nú skrefinu lengra og taka fullan þátt í rekstri þessarar verslunar. Eigendurnir eru bjartsýnir á að geta veitt bíleigend- um á svæðinu betri þjónustu en áður enda verður vöruúrvalið fjölbreyttara en áður. Fyrst um sinn munu þeir Guðbjart- ur (Baddi í Stapafelli) Björnsson og Guðni Pálsson sjá um afgreiðslu í versl- uninni en reiknað er með að þriðja starfsmanninum verði bætt við fljótlega. Framkvæmdastjóri verslunarinnar verður Þórður Ragnarsson. HH. Bílakringlan tekur í notkun bílaþvottastöð Bílar, bílar og enn meiri bílar. Bílabúðin er vel staðsett í Grófinni með öðru húsnæði Bílakringlunnar og einnig er að finna í nágrenninu önnur fyrirtæki sem þjóna hinum fjölmörgu bíleigendum. Hér má sjá fulltrúa eigenda Bílabúðarinnar. Frá vinstir eru það Jóhann (iunnar Stefánsson frá Orku, Stefán Jónsson frá Stapafelli, Snorri Snorra- son frá Heildverslun Snorra G. Guðmundssonar, Pál H. Guðmundsson frá Orku og Birgi Guðmundsson frá Bílakringlunni. Sama dag og Bílabúðin var opnuð tók Bílakringlan í notkun sjálfvirka bíla- þvottastöð en ein slík hefur verið í notk- un hjá Aðalstöðinni til margra ára. Stöð- in er búin þýskum tækjum en verður rek- in þannig að starfsmaður verður ávallt til staðar bíleigendum til aðstoðar. Mun hann m.a. sjá um að tjöruþvo bílana ef þess gerist þörf, losa af bílunum útvarps- loftnet og annað er þurfa þykir hverju sinni. Að sögn Birgis Guðnasonar var þessi leið valin sökum þess að talið er að mjög margir veigri sér við að fara einir með bíla sína gegnum sjálfvirkan þvott. Daginn sem opnað var fengu menn að prófa stöðina án endurgjalds og urðu fjölmargir til þess að nýta sér það kosta- boð. Þá verður einnig boðið uppá handþvott, bón og alhreinsun eins og verið hefur. HH. IM .1 m I * —J m Nýja Bílaþvottastöðin í Bílakringlunni. Ljósm: Faxi/HH Þeir horfa björtum augum til framtíðar- innar (iuðni Pálsson og Guðbjartur Björnsson en þeir munu sjá um að af- greiða viðskiptavini. Mun þeim vafalaust farast það vel úr liendi enda búa þeir báðir yfir inikilli reynslu við verslunarstörf. 12 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.