Faxi - 01.06.1999, Blaðsíða 7
HXI Jiíní 1999
Undir lok s. 1. aldar og einkum eftir
að útgerð vélbáta hófst í Keflavík og
nágrenni, 1907-1912, fóru sjómenn að
nota síld í beitu, en hana veiddu menn
þá hér um slóðir og suður með land-
inu og gátu geymt hana í pækilís, í ís-
húsum, sem þá voru nýjung og farið
var að reisa syðra eftir 1897-98, en
mest á fyrsta og öðrurn tug 20. aldar.
Með íshúsunum breyttust aldagamlir
hættir við beituöflun og geymslu á
beitu. Menn hættu smám saman að
nota kræklinginn til beitu, við þessar
breytingar, enda var ólíkt léttara og
ódýrara að veiða síld syðra og geyma í
ís fram eftir vertíðinni og taka hana
eftir þöifum út úr íshúsum. Með til-
kontu vélbátanna á árununt 1907-
1917 héldu sumir útvegsmenn a.m.k. í
Keflavík áfram að beita kræklingi og
sækja hann á vélbátum sínum upp í
Hvalfjörð. Útgerð árabáta lagðist
heldur ekki að l'ullu niður strax eftir
komu fyrstu vélbátanna. Sú breyting
tók sinn tíma en samhliða smíði og
notkun stærri vélbáta, um og eftir
1920, varð til ný gerð opinna smábáta
með vélum. Það voru trillumar. Hvort
upphaf þeirra má rekja til þess að vél-
ar voru settar í gönrlu árabátana í byrj-
un, veit ég ekki, en ætla mætti það.
Smám saman Itófu menn að srníða
nýja opna báta undir vélar, þegar hent-
ugar stærðir af þeim fengust. Ymsir
notuðu bílvélar í slíka báta og þróun
trillubátanna hefur þar af leiðandi
fylgt að einhverju leyti íslenskri bíla-
öld, upphafi hennar á árunum eftir
1920.
Agætt dæmi um gamlan bát, sem
smíðaður var að nýju að talsverðu
leyti, var Lúðan, sem Jón í Garðshomi
í Keflavík átti lengi og reri á eins lengi
og hann gat og ávallt úr Stokkavörinni
eða allt frant undir það að hún var
eyðilögð með skolpræsi um miðjan
sjöunda áratug þessarar aldar. Lúðan
var upphaflega opið sexmannafar nteð
Engeyjarlagi og talin byggð nokkru
fyrir 1900. Jón keypti Lúðuna af
Agústi í Halakoti á Vatnsleysuströnd
um 1935. Þá var búið að setja í hana
vél en Jón lét nokkru seinna slá bátinn
út að aftan (breikka skutinn) og borð-
hækka enda þóttu áraskipin nokkuð
rýr að aftan til að þola vél. (Heimild:
Kristján A. Jónsson)
Einn af þeim sem reri á trillu og
fyrst árabát var Helgi Jensson, faðir
þeirra Sigurðar Benónýs, Kristins
fisksala, Marteins skipstjóra, Adolfs,
Jakobs, Kristjáns Alexanders og þeirra
systkina, en Helgi bjó lengi með Sig-
Helgi Jensson um borð í trillu sinni búinn að landa feng sínum úr grásleppunetunum á Miðbrvggjuna.
ríði, konu sinni, og fjölskyldu í skól-
anum við Ishússtíg. Helgi var raunar
einn lielsti merkiberi keflvískrar trillu-
útgerðar fram undir 1960 og reri oft
| einn á báti jafnvel háaldraður. Helgi
beitti kræklingi áfram á lóðaröngla
sína löngu el'tir að almennt var hætt að
nota hann til beitu. (Sögn Magnúsar
föður míns, 14. mars 1999.) Hvað
valdið hefur tryggð hans og annarra
við kræklinginn svo lengi veit ég ekki
en líklega hafa þessir menn talið hann
betri beitu en síldina. Helgi fékk oft
lúðu á kræklinginn og mikil ýsa
veiddist oft á hann úti í Garðsjó. (
j Sögn föður míns.)
Kræklingurinn var, að sögn föður
míns, notaður á litlum bátum í Kefla-
vík að minnsta kosti fram undir 1925-
1930. En þegar faðir minn man fyrst
eftir sér, á árununt frá um 1929-1933,
var hætt að nota kræklinginn til beitu.
Frant undir það fóru sjómenn á trillum
frá Keflavík upp í Hvalfjörð í beitu-
ferðir. Fór Karl afi minn (f. 1888, d.
1962) í margar slíkar ferðir en frá hon-
um hafði faðir minn aftur sagnir um
þær.
GEYMSLA KRÆKLINGSINS
Þegar til Keflavíkur kom var skelin
tekin úr bátunum og sett niður í skerin
frani undan bakkanum þar sem Hafn-
argatan lá, einkurn á svæðinu frá
Kistu, skamrnt sunnan við Mið-
bryggju og suður að Osnum undan
Nýja-Bíói. Best og hægast var að
geyma kræklinginn í Norðfjörðsskeri
og næsta nágrenni þess fram undan
Ungó. Þegar skelin var sett í holur og
rifur á skerjunum krækti skelfiskurinn
sig í grjótið og þarann og festist þar
við. Þangað sóttu sjómenn síðan lif-
andi beitu á fjöru eftir þörfum.
í Keflavík fékkst öðuskel í skerjum
og á flúðum en vegna staðhátta þar
var skelfiskstaka í víkinni aldrei mikil
fyrr á tíð og skelina varð að sækja
langar leiðir. An efa hafa ábúendur í
Keflavík framan af á meðan þar var
aðeins eilt býli og lítil önnur útgerð en
fleyta bóndans sjálfs, notað þessi sker,
inn að gömlu landamerkjunum á Ná-
strönd, en einkum var Norðljörðssker-
ið þeim hentugt m. a. sökum nálægðar
við býlið á Duustúni.
El'tir að útgerð hófst í Kellavík að
marki, á seinni hluta 18. aldar, m. a. á
vegum verslana og einkum á 19. öld,
þurfti meiri beitu en áður og því varð
meiri nauðsyn á geymslustöðum í
fjörunni. Þessi aðferð við geymslu
kræklingsins var líka almennt notuð í
Keflavík til loka 19. aldar, þar til ís-
Itúsin og síldin komu lil sögunnar.
Önnur leið til geymslu skelfisks var
ekki til.
Af Jarðabók Áma og Páls frá 1703,
sést að skelftsksfjara í Ketlavík hefur
þá verið „nokkur" eins og segir í lýs-
ingu jarðarinnar það ár. Hygg ég að
eftir staðháttum við Keflavík sé sú
einkunn nærri réttu lagi. En vitnis-
burður Jarðabókarinnar er liklega elsta
heimild sem er þekkt um skelfisk-
stöku í Keflavík.
Sjómenn sem notuðu kræklinginn
fram undir 1930 voru því hinir síðustu
í Keflavík sem geymdu hann á gömlu
stöðunum undan Myllubakka og Ná-
strönd. Þeirra síðastur var að sögn
Helgi Jensson. Með þeim hurfu að
lokum aldagamlar venjur í Keflavík
við veiðar ftsks.
Á lokadag, 11. maí 1999.
Skúli Magnússon
Bók mónnóarins
30% ulslóttur
Bókabúð
Keftaóikur
.'2)aý/eý& í/eidúuu
Sími 421 1102
FAXI 31