Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1999, Blaðsíða 14

Faxi - 01.06.1999, Blaðsíða 14
Ólafur Björnsson: Saga hvalaskoðunarferða frá Keflavík Hnoss og Olafur í smábátahöfninni Helgi Hólm, ritstjóri, hafði samband við mig fyrir skömmu og bað mig að segja lesendum Faxa frá hvalaskoð- un frá Keflavík, upphafi og fram- vindu. I’ótt stutt sé síðan byrjað var að fara með ferðamenn í hvalaskoð- unarferðir hér á landi er ekkert á móti því að verða við þessari bón Helga, það ætti að geta komið í veg fyrir missagnir þegar frá líður. Hvalaskoðun nýtur örtvaxandi vin- sælda hjá ferðamönnum og ef vel verður að þeim staðið munu þær verða drjúgur þattur í ferðamannaþjónust- unni í framtíðinni. Hvalveiðar, sem við komumst tæpast hjá að hefja fyrr en seinna, skipta engu rnáli hvað það varðar að mínu mati. HNOSS KEYPT í ársbyrjun 1992 keypti ég átta metra langan plastbát sem ég skýrði Hnoss. Um vorið hóf ég svo að bjóða upp á veiðiferðir með sjóstöng. Við- skiptin voru heldur dræm en jreim sem komu í þessar ferðir líkaði þær vel. Veturinn eftir lét ég lengja bátinn í tæpa 10 metra og við það varð hann mikið betri. ÁHUGIHELGU INGIMUNDARDÓTTUR Þann 12. ágúst 1993 kom Helga Ingimundardóttir að máli við mig og var hún með áform um að bjóða ferða- mönnum upp á hvalaskoðunarferðir út að Eldey. Ekki leist mér of vel á það, því ég taldi það of langar ferðir og að þær myndu verða mjög stopular vegna veðurfars og sjólags þar úti. En ég sagði henni að oftast væri mikið af höfrungum í Garðsjónum og að vam- arliðsmenn, sem ég fór talsvert með á sjóstöng, hefðu sýnt þeim mikinn áhuga, og hrefnur mætti vafalaust oft finna ef leitað væri. Ferðir út í Garðsjó myndu taka hæfilegan tíma fyrir fólk sem óvant væri á sjó. Á þessum tíma var Helga m.a. í hlutastarfi við Fræða- setrið í Sandgerði og eitthvað tegdist hún ferðamálunr í Reykjanesbæ. Ekki hafði hún frekar samráð við mig að þessu sinni en um veturinn byrjaði hún að kynna hvalaskoðunarferðir út að Eldey undir nafninu „Eldeyjarferð- ir„. FERÐIR AÐ ELDEY Það sem gerðist næst í málinu var að þann 17. apríl 1994 fór ég í blíð- skaparveðri með Helgu og nokkrum kunningjum út að Eldey. Ferðin tók | mikið lengri tíma en Helga hafði ætlað og enga hvali sáum við en Eldey stóð samt fyrir sínu. Það var svo ekki fyrr en 7. september um haustið að Helga kom með fyrstu viðskiptamennina sem vildu fara út að Eldey og voru það þrenn ensk hjón. Veður var mjög gott og á leiðinni sáum við talsvert af höfrungum sem vöklu mikinn fögnuð. Úti við Eldey sáum við svo nokkrar hrefnur sem ekkert vildu með okkur hafa, rétt létu sjá sig, eins og þeirra er siður hér um slóðir. Þann 28. sept. kom Helga með 6 Þjóðverja sem stóð til að fara nreð út að Eldey. Það var besta veður og þeg- ar við komum suður fyrir Stafnes var þar mikið af höfrungum og óhemju mikið af fugli, þar á meðal súlur. Lengra var ekki farið. Við dóluðum innan um þetta líf í langan tíma við mikinn fögnuð og héldum svo heim. I þessari ferð varð mér ljóst að fuglalíf- Höfrungar bregða sér á leik í Garðsjónum Eins og fram kemur í grein Ólafs B jörnssonar á hið fjölbreytta fuglalíf á Suðurnesjum ríkan þátt í þeirri ánægju sem skoðunarferðir á sjó veita. 38 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.