Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1999, Blaðsíða 10

Faxi - 01.06.1999, Blaðsíða 10
Vortónleikar Karlakor Keflavíkur söngskrá fyrir tónleika KK þetta vorið ritar formaður kórsins, Páll Bj. Hilmarsson, þessi orð: „Pegar vora tekur fara söngfuglar á kreik.“ Pessi skemmti- legu orð minntu undirritaðann á að þau eru orðin nokkuð mörg vorin þar sem einn af föstu punktunum í tilverunni var að fara á vortónleika karlakórsins og sennilegt er að svo verði lengi enn. Karlakór Keflavíkur varð 45 ára í vetur og lætur enn engan bilbug á sér finna. Það sér maður á þeirri endumýj- un sem orðin er í röðum kórfélaganna og ef maður lagði sig sérstaklega eftir því mátti vel heyra kröftugar raddir þeirra skera sig úr á stöku stað. Vilberg Viggósson hefur stjórnað kómum undanfarin sex ár og hefur því svo um munar sett mark sitt á söngstíl hans. Þegar kómum tekst best upp þá er hann virkilega góður og hrein unun að hlíða á. Söngskráin skírskotaði að þessu sinni til vorsins og sumarsins og ættjarðarlögin voru að sjálfsögðu á sínum stað. Fyrst fannst manni að það skorti fjölbreytni í söngskrána en þeg- ar upp var staðið var það misskilning- ur því þeir Guðbjöm Guðbjömsson og Steinn Erlingsson, sem sungu einsögn með kórnum sáu svo sannarlega um þá hlið. Þótt Steinn væri ekki alveg búinn að ná sér eftir flesnsu þá söng hann lag Hammersteins „Þú ert aldrei einn á ferð“ við slíkar undirtektir að hann komst ekki undan því að syngja það öðru sinni! Guðbjöm Guðbjömsson á, þótt enn sé ungur að árum, ágætan söngferil hjá þýskum og svissneskum óperuhúsum. Hann hefur í vetur ann- ast raddþjálfun kóifélaga og er mikill fengur að því. Hann söng þrjú lög á tónleikunum: „Heimir“ eftir Sigvalda Kaldalóns, „Dein ist mein ganzes herz“ eftir Franz Lehár og „Gígjuna“ eftir Sigfús Einarsson. Öll eru þessi lög gullfalleg, ekki hvað síst Gígjan, sem er að rnínu mati eitt fallegast ein- söngslag sem ég þekki. Söngur Guð- bjöms fannst mér mjög góður. Mig langar sérstaklega að geta nokkurra laga sem mér fannst kórinn syngja sérstaklega vel. Þar er fyrst að nefna lagið „Haustlauf* eftir Bjarna Gíslason við texta Jóhanns Jónssonar. Vilberg Viggósson útsetti lagið. „Her- mannakórinn" úr óperunni II Trovatore eftir Vcrdi en í því lagi fannst mér flutningur kórsins ná há- marki. Að lokum er að geta lagsins „Galdra Gvendur" eftir Stan Jones við magnaðan texta Sigfúsar Kristjánsson- ar. Var virkilega gaman að heyra það lag í kraftmiklum söng kórsins. Eins og undanfarin ár annaðist Agota Joó undirleik á píanó og var un- dragaman að fylgjast með samleik hennar, stjórnandans og kórsins. Þórólfur Þórsson lék á bassa og Asgeir Gunnarsson greip í nikkuna í nokkrum lögum. Áttu þau öll mikinn þátt í góðum tónleikum. Njarðvíkur- kirkja var fullsetin þetta kvöld (11. maO og fékk kórinn góðar undirtektir hjá áheyrendum sem ekki gáfu sig fyrr en sungin höfðu verið mörg aukalög. Páll Bj. Hilmarsson ávarpaði við- stadda og þakkað fyrir komuna og minnti í leiðinni á geisladisk kórsins. Fer nú hver að verða síðastur að eign- ast hann en sem betur fer standa nú fyrir dyrum upptökur með kórnum með nýjan geisladisk í liuga. Takk kærlega fyrir ánægjulega kvöldstund. HH Upphaf haustannar 1999 Töfluafhending fer fram mánudaginn 23. ágúst. Skólasetning veður á sal skólans 24. ágúst kl. 8:00. Kennsla hefst að athöfn lokinni. Skólameistari 34 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.