Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1999, Blaðsíða 3

Faxi - 01.06.1999, Blaðsíða 3
[ FAXI Jlíní I!)!)!) Leikfélag Keflavíkur sýndi töluvert áræði með því að taka til sýningar verkið „Stæltu stóðhestarnir“ eftir Ný- Sjálendingana Anthony McCarten og Stephen Sinclair. Leikritið heit- ir á frummálinu Ladies Night og halda höfundarnir því fram að breska kvikmyndin The Full Monty hafí verið byggð á leikritinu og er það orðið vel þekkt um heim allan enda sló kvikmyndin ræki- lega í gegn á síðasta ári. Leikritið fjallar um hóp ungra karlmanna sem eru að reyna að sætta sig við lieldur innihaldslitla tilveru en óhætt er að segja að það gangi þeim ekki vel. Þcir eru flestir atvinnulausir og er jafnvel svo komið að skemmtanalífið veitir þeim orðið frekar litla ánægju. I Þeim finnst þeir vera farnir að endurtaka sí og æ sömu hlutina og segja sömu brandarana hvað eftir annað. Þeim finnst þeir því þurfa á einhverju nýju að halda, einhverju sem lífgar rækilega upp á tilveruna. En livað ætti það svo sem að vera? Svarið finna |reir í auglýsingu í blaði þar sem auglýst er eftir karldönsurum til að dansa nektardans á skemmti- j stöðum bæjarins! I fyrstu gantast þeir með þessa hugmynd en að lokum ákveða fimm þeirra að slá til. Til að gera langa sögu stutta fáum við að fylgjast með undirbún- ingi og æfingum - þeir fá dansarann Glendu í lið með sér og hún kennir þeim þær þokkafullu hreyf- ingar sem vekja skulu erótískar tilfinngar hjá öllum konum. Þegar stóri dagurinn rennur upp liggur þó við að hópurinn gugni á ætlunarverkinu en Glendu rekur þá áfram og þeir fiytja magnaða sýningu - sýningu sem endar á því að dansaramir fara alla leið og standa alsnaktir á sviðinu frammi fyrir fullum sal áhorfenda. Hvort þeir koma nokkum tíma fram aftur fáum við ekki að vita, enda er það ekki málið - jreir hafa sannað fyrir sjálfum sér og öðrum að þá skortir ekki kjark til að takast á við hið nýja og erfiða. Og maður fer út af sýningunni með þá fullvissu að ungu mennirnir verði aldrei hinir sömu aftur. Þessi sýning stendur að sjálfsögðu og fellur fyrst og fremst með piltunum fimm (og reyndar einnig þeint sjötta sem lét ekki tilleiðast). Allir eru þessir leikarar ungir að árum og er ekki að orðlengja það að þeir stóðu sig með prýöi. Þetta voru þeir Jón Mar- ínó Sigurðsson, Sigurður Amar Sigurþórsson, Amar Fells Gunnarsson, Alexander Ólafsson, Davíð Guð- brandsson og Örn Ingi Hrafnsson. Davíð lekk reyndar það hlutverk að leika drag-kynni og stóð hann sig með slíkum ágætum að hið hálfa hefði ver- ið nóg eins og svo vinsælt er að segja nú ú dögum. Hulda Guðrún Kristjánsdóttir lék Glendu á rögg- saman máta og Helgi Helgason og Gísli B. Gunnars- son léku þá Jónas eldri og Jónass yngri sem áttu stærstan þátt í að koma dönsurunum á framfæri. Skiluðu |reir ágætlega því hlutverki. Þýðendur leikritsins eru félagar í LK, þcii Júlíus Guðmundsson og Ómar Ólafsson, og þótt þetta sé þeirra fyrsta verk ú þessu sviði þá leystu þeir það listavel. Málfar persónanna var bæði lipuil og nægi- lega staðfært til að það kæmist vel til skila til áhorf- endanna sem að þessu sinni var hæfileg blanda af ungum og öldnum! Þáttur leikstjórans, Andrésar Sigurvinssonar, verður varla ofmetinn í þessari sýningu en hann ásarnt danshöfundi, Emilíu Jónsdóttur. skópu heil- stæða sýningu þar sem það voru einmitt sviðshreyf- ingar og látbragð leikaranna sem léku svo stóra rullu. Þótt sviðsmyndin haft verið einföld í sniðum þá þjónaði hún tilgangi sínum og gaf áhorfendum svigrúm til að beita ímyndunarafli sínu. Andrés Breiðfjörð ljósamaður lék og stórt hlutverk - ekki síst á þeirri stundu þegar hinir stæltu stóðhestar sviptu síðustu dulunni af sér. Því má svo bæta við að LK var boðið að sýna leikritið í Þjóðleikhúsinu því uppfærslan hal'ði verið úrskurðuð áhugaverðasta áhugamannasýning |retta árið. Leikritið var sýnt fyrir fullu liúsi við frábærar móttökur. Til hamingju með góða sýningu Leikfélag Kellavíkur og takk fyrir. Vonandi gefur þessi ágæta sýning ykkur frekari vind í seglin. HH. FAXI 27

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.