Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1999, Side 18

Faxi - 01.06.1999, Side 18
Útskrift frá Fjölbrautaskóla Suðurnesjja á vorönn 1999 Urdráttur úr ávörpum við skólaslit á 46. önn Oddný Harðardóttur aðstoðarskólameistari Yfir þúsund nem- endur Um 700 dagskóla- nemendur stunduðu nám á önninni og 280 nemendur voru í öld- ungadeild skólans. Kennarar voru 52, stundakennarar 6 og aðrir starfsmenn 8 tals- ins. Verktakafyrirtækið SS hreingerningar sá um þrif á skólahúsnæð- inu eins og undanfamar annir. Nýr tölvu- og smíðakennari, Omar Baldursson, bættist í kennarahópinn um áramótin. Nýir stunda- kennarar voru þeir Haukur Þórðarson sem kenndi tölvufræðiáfanga, Hrafnkell Tumi Kolbeinsson sem kenndi félagsfræði í öldungadeild og Magnús Freyr Ólafsson sem kenndi sérgreinar í netagerð. Tvær kennslukonur komu úr barnsburðarleyfi á önninni en það voru þær Katrín Sigurðardóttir kennari í fatagerð og Guðlaug Pálsdóttir stærðfræði- og raungreinakenn- ari. Kennsla hófst 7. janúar og var kennt og numið sleitu- laust þar til 23. febrúar en þá hófust þemadagar. Á þemadögum er skólastarfið brotið upp þannig að nem- endur velja sér viðfangsefni, gjaman tengd tjáningu og listum. Kennurum og nemendum skólans er margt til lista lagt og þeir stjómuðu hinum ýmsu hópum í áður- nefndum viðfangsefnum. Þemadögum lauk með sýn- ingu á sal föstudaginn 26. febrúar. Nýr hópur hóf nám í janúar á starfsbraut sem er námsbraut fyrir nemendur með sérþarfir. Nemendumir em 8 og munu útskrifast vorið 2000. Umsjón með námi nemendanna hefur El- ísabet Karlsdóttir deildarstjóri. BÆTT AÐSTAÐA FYRIR SÉRGREINAR í NETAGERÐ Sérgreinar í netagerð hafa verið kenndar við skólann á vorönn annað hvert ár. Fjölbrautaskóli Suðumesja er eini skólinn á landinu sem býður upp á nám í netagerö og því koma þeir 13 nemendur sem nú stunduðu nám á brautinni, frá öllum landshlutum. Auk þeirra stunduðu 17 nemendur frá Stýrimannaskólanum nám í 3 áföng- um netagerðarbrautar. Ný kennsluaðstaða fyrir neta- gerð var tekin í notkun á önninni en hún er í húsi Að- ventistasafnaðarins í nágrenni skólans. 26. mars var hagsmunaaðilum í sjávarútvegi, fulltrúum fræðslu- og rannsóknarstofnana ásamt öðrum gestum boðið að kynna sér aðstöðu og starfsemi netagerðarbrautarinnar. Við þetta tækifæri voru samstarfssamningar við Stýri- mannaskólann og Sjávarútvegsdeild Háskóla Samein- uðu þjóðanna undirritaðir. Tveir nemendur á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna munu stunda hér nám í netagerð á næstu haustönn. Undirbúningur við samn- ingu fjarkennsluefnis í netagerð er hafinn og hefur skól- inn fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til kaupa á búnaði í margmiðlunarver sem nota má til námsefnis- gerðar og einnig styrk frá iðnaðarráðuneytinu til efling- ar á starfsemi brautarinnar. SVEINSPRÓF í VÉLSMÍÐIOG AUKIÐ SAMSTARF VIÐ SKÓLA Á SVÆÐINU Sveinspróf í vélsmíði var haldið hér í skólanum 22. og 23. janúar. Það gladdi okkur að sveinsprófsnefndin skyldi vclja skólann í þessutn tilgangi. Skólinn hefur haft samstarf við grunnskóla á Suðurnesjum vegna nemenda sem skara fram úr í námi. I vor tóku all- 42 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.