Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1999, Síða 17

Faxi - 01.06.1999, Síða 17
FA.XI Jiíní I!)!)!) HEFUR EIGNAST SPARISJÓÐSHÚSIÐ Á NÝJAN LEIK Eins og flestuni er kunnugt seldi Sparisjóðurinn í Keflavík húseignina að Tjamargötu 12 á sínunt tíma til Islenskra aðalverktaka en nú nýlega mynduðu Sparisjóðurinn, Reykjanesbær og Lífeyrissjóður 1 Suðumesja með sér félag sem nú hefur keypt liúsið til baka. Heitir félagið Tjamargata 12 ehf og er hlut- ur Sparisjóðsins 64,9%, Reykjanesbæjar 30,1% og Lífeyrissjóðsins 5%. Kaupverð hússins var 369 milljónir króna. SPARISJÓÐURINN Á í MÖRGUM FYRIR- TÆKJUM Starfsemi banka og sparisjóða verður sífellt marg- breytilegri og til að standast betur harðnandi sam- keppni á fjármagnsmarkaðnum hefur Sparisjóðurinn smátt og smátt eignast hlut í ýmsum fyrirtækjum sem þar starfa. Eignarhluti Sparisjóðsins í þessum fyrirtækjum er sem hér segir: Alþjóðlega líftryggingafélagið 1,30% Greiðslumiðlun 3,07% Kaupþing 12,05% Kreditkort hf. 2,21% Rciknistofa bankanna 1,82% Scandinavian Holding 7,00% Sparisjóðabanki Islands 13,40% SP-Fjánuögnun 4,00% Tölvumiðstöð sparisjóðanna 9,66% HRAÐBANKAR OG NETIÐ Fyrir um fimmtán árum þóttu það mikil tíðindi þegar einhvers staðar var settur upp hraðbanki. Nú er það varla í frásögur færandi. I dag má finna hrað- banka frá Sparisjóðnum í Keflavík á fjölmörgum stöðum og bendir það til þess að fólki þyki þessi þjónusta af hinu góða. Hraðbankamir em á eftirtöld- urn stöðunr: I aðalafgreiðslu Sparisjóðsins að Tjam- argötu 12, í verslun ÁTVR að Hólmgarði 2 í Kefla- vík, í Fjölbrautaskóla Suðumesja við Sunnubraut 36 í Keflavík, í afgreiðslu Sparisjóðsins að Grundavegi 23 í Njarðvík, í afgreiðslu Sparisjóðsins að Víkur- braut 62 í Grindavík, í íþróttamiðstöðinni í Vogum að Hafnargötu 17, í Hraðbúð Essó í Garði og í af- greiðslu Bláa lónsins í Svartsengi. Eins og llestir gera sér grein fyrir þá eru tölvur nýttar í dag á æ fleiri sviðum. Vaxandi viðskipti eiga sér nú stað unt tölvunet og er Intemetið á leið með að verða mikilvirkur viðskiptamarkaður. Margt bendir reyndar til þess að þar nruni að finna mesta vaxtarhraðann í nútímaviðskiptum. Fjámiagnsstofn- anir á íslandi hafa lekið fljótt við sér í þessu tilliti og er nú svo konrið að bæði almenningur og fyrirtæki geta sinnt stórum hluta sinna fjármagnsviðskipta frá eigin tölvubúnaði. Fylgir því augljóslega mikil hag- kvæmni og hafa sparisjóðimir hvað þetta sneilir oft verið í fararbroddi um ýmsa þætti þessara viðskipta. SPARIS J ÓÐURINN OG ÍBÚÐALÁNASJÓÐ- UR Um síðustu áramót urðu miklar breytingar á sviði húsnæðislánaviðskipta. Húsnæðismálastofnun ríkis- ins var lögð niður og í stað hennar konr Ibúðalána- sjóður ríkisins. Eftir þá breytingu gegna bankar og sparisjóðir auknu hlutverki með því að þeir verða mun virkari þátttakendur í því ferli sem á sér stað við íbúðakaup. Hér eftir verður þetta ferli sern hér segir: Þegar bráðabirgðargreiðslumat liggur fyrir og heppileg eign hefur fundist er kauptilboð geit og þá með fyrirvara um lánveitingu íbúðalánasjóðs. Banki eða sparisjóður útbýr greiðslumat og sendir Ibúða- lánasjóði niðurstöður útreikninga. Þegar lánveiting hefur verið samþykkt hafa þessir aðilar unrsjón með og sjá um afgreiðslu á þeini atriðum senr lánveiting- unni og útborgun hennar tengjast. Er augljóst að með þessu nýja fyrirkomulagi situr l'ólk við sarna borð, sama hvar á landinu það býr. BJARTSÝNN Á KOMANDI ÁR Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri er að vonum ánægður rneð afkornu síðasta árs og er um leið bjaitsýnn livað framtíðina varðar. Hann þakkar hinn góða árangur samstilltu átaki stjómar og starfs- fólks. Sparisjóðurinn á sér traustan og stóran við- skiptamannahóp um öll Suðunes og mun áfram sem hingað til lcggja sig fram um að veita honum sem besta þjónustu. HH. VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR Skrifstofa félagsins er að Hafnargötu 80. Opið mánudaga tíl fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15. Skrifstofan (Garði, Garðbraut 69a eropin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9:30 -12:30 Síminn er 421 5777 Munið orkureikningana Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánaðar. Látið orkureikninginn hafa forgang Hitaveita Suðurnesja FAXI 41

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.