Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 3

Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 3
STRAUMAR MÁNABAREIT UM KRISTINDÓM OG TRÚMÁL 1. árg. Reykjavik, i ágúst 1927 8. tbl. „Eftir sinni myndu. Svo segir í Bibliunni, að guð hafl skapað manninn í sinni mynd, og hefir það jafnan verir eitt atriði trúbragð- anna, bæði kristinnar trúar og annarra, að skyldleiki mik- ill væri með manneðlinu og guðseðlinu. En sumir hafa viljað snúa orðum ritningarinnar við og hafa sagt, að mennirnir hafi jafnan skapað sér guð eða guði í mann- legri mynd og líkingu. Og því verður heldur ekki neitað, að guðshugmyndir manna fara mjög eftir því þroskastigi, sem þeir standa á, þótt að vísu hafi þjóðfræðingurinn Andrew Lang bent á það (í „The Making of Religionu), að sumar mjög óþroskaðar þjóðir og mannflokkar, t. d. Astraliu negrar, hafi furðu-háleitar guðshugmyndir. Hitt mun vera venjulegra, að t. d. herskáar þjóðir skapi sér herskáa og blóðþyrsta guði, — skapi guðina í sinni mynd eins og t. d. víkingarnir norrænu Oðin. En það er samt sem áður efamál, hvort menn hafa ekki, í heimspekilegum skilningi, rétt til þess, að hugsa sér guð mannlegan. Að vísu verðum vér ætíð að hafa það hugfast, að guð hlýtur jafnan að ná út yfir þær hug- rnyndir, sem vér getum gert oss um hann. En hitt virð- ist auðsætt, að guð hljóti að hafa í sér fólgið alt, sem mannlegt er, og hljóti meira að segja að vera líka í synd- inni, eins og Einar H. Kvaran kemst að orði. Frumorsök tilverunnar eða tilveruheildin, hvort sem maður vill nú heldur segja, hlýtur að ná yfir alt, sem einstakir hlutar hennar hafa til að bera. Mikið hefir verið rætt um það, hvort guð væri persónulegur eða ópersónulegur. Það sýn ast liggji í augum uppi, að guð hljóti að fela í sér per-

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.