Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 10

Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 10
120 STRAUMAE Hitt væri gagnstætt N. tm. að ætla sér að einskorða trúna á guðdóm Krists við trú á yfirnáttúrlegan getnað. Að lokum lýsti hann yfir því, að sér hefði lengi fundist þessi orð Hebreabréfsins fegursta og sannasta lýs- ingin á eðli Krists: ljómi Gfuðs dýrðar og ímynd hans veru. „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs“ væri enn meginatriði hinnar kristilegu játningar, eins og á dögum postulanna. Kristur væri enn sá konungur, er öll kristnin vildi lúta. Á eftir lét próf. H. N. syngja hin alkunnu vers úr PassíusUmunum: „Víst ertu, Jesú, kongur klár“, undir fögru gömlu lagi, er Jón Pálssson, aðalféhirðir Lands- bankans, hefir varðveitt frá gleymsku og vakið athygli þeirra H. N. og Páls Isólfssonar á. Óheilindi. Oft er talað um óheilindi í íslenzkri pólitík og blaða- mensku. Er það sízt lýgi, að þau eru mikil og stór sið- spillandi allri aiþýðu, því að svo virðist mér, að í þess- ari síðustu kosningabaráttu hafi ekki aðrir önglar verið meir notaðir til að veiða atkvæði, en lygi, óhreinskilni, blekkingar, loðinn og hálfur sannleikur og upptíningur á öllum gömlum og nýjum glappaskotum andstæðinganna. Gömul blöð og þingtíðindi eru lesin vandlega niður í kjöl- inn til þessa sparðatínings og því, sem finst, er svo snúið á versta veg. Jafnvel tölum er bylt til í blekking- arskyni. Svona hefir það verið hér í Reykjavík, það vita allir, og það fullyrði eg, og má mikið vera ef það hefir verið betra úti um sveitir landsins. öll þessi lýgi, sem á þingmálafundum og í þingsölun- um er kölluð „ósannindiu, „ónákvæmniu, „misskilninguru og fleiri mildum orðum, því að orðið „Iygiu þykir ókurteist

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.