Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 18

Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 18
128 S T R A U M A R Merk stofnun. Das soziale Institut der christ- lichen Weltkonferenz. í Bern (í Sviss) hefir verið ákveð- ið að koma á fót stofnun, er rstarfi visindalega að rannsókn þjóð- fjelagslegra vandamála1-. Rætur þessa máls má rekja til kirkjufund- arins í Stokkhólmi (192f>). Siðan hefir verið unnið ósleitilega að framkvæmd þess. Hafa veríð haldnir alþjóðafundir um það, bæði i London og Bern. Bernarfundinn, sem haldinn var sl. sumar, sat m. a. erkibiskup Svia, Söderblom. Þar komu menn sjer saman uin þetta: 1.) Stofnunin á að verða miðstöð fyrir samvinnu allra fólaga og stofnana, sem vinna að þjóðfjelagsmálum innan hinna ýmsu kírk]u- deilda, eða í sambandi við þær. 2.) Hlutverk hennar á að verða það, að safna itarlegum skýrslum um ýmisleg vandamál þjóðfjeiag- anna og atvinnulífsins og rannsaka viðfangsefni þessi visindalega i ljósi kristilegrar siðfræði, svo að sjá megi skýrt, hverjar sjeu skyld- ur kirkjunnar á þessum sviðum. 3.) öll starfsemi stofnunarinnar ber að miða að þvi að veita kirkjudeildunum hagnýtar leiðbeining- ar og fræðslu. Endanleg ákvörðun um tiliiögun og' starfsemi stofnunarinnar hefir þó enn eigi verið tekin. Væntanlega verður það gert i sumar. Dr. Adolf Keller, docent i kirkjufræðum við háskólann i Ziirich, hefir verið falin forstaða hennar fyrsta árið. Með honum starfa að rannsóknunum margir visindamenn frá Englandi, Bandarikjunum, Þýzkalandi og Sviþjóð. Stendur stofnunin nú þegar i brjefaskiftum víð menn og fjelög um allan heim. Hefir isl. þjóðkirkjan leitað samvinnu við stofnun þessaVfl Gildi trúar liét fyrirlestur, er sira Sveinbjörn Högnason á Breiðabólsstað flutti á Synodus. Benti hann á, hversu trúin væri uppspretta allrar fegurðar i mannlifinu, þvi að i trúarlifinu breiddi mannlifið sig móti lielgum og huldum öflum. Lagði hann mikla áherzlu á Iiið dulræna. Deilur um trúarefni væru hættulegar, þvi mætti ekki gleyma, að leiðirnar að föðurhjarta guðs væru margar, en aðeins eitt hugarfar gæti leitt menn til guðsrikis, hugarfar Jesú Krists - kærleiki til guðs og manna. Eftir dauðann hét Synódusfyrirlestur, sem síra Friðrik Rafnar á Utskálum hélt. Skýrði hann frá bók eftir indverska trúspekinginn Sundar Singh, sem lýsir framhaldslifi mannanna, eins og S. S. hefir komið það fyrir sjónir i vitrunum. - Heitir bók S. S.: „Sýnir frá andaheiminum“ („Visions of the Spíritual World“). Næstu blöð Straumn koma ekki út fyr en i október, þá koma sept. og okt. blöðin. Kaupendur eru vinsamlegast mintir á, að gjald- dagi er 1. okt., og að til blaðsins er stofnað án nokkurs höfuðstóls eða rekstursfjár af efnalausum námsmönnum. Prentsmiöjan Acta.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.