Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 14

Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 14
124 STRAUMAR með fullu nafni, taka upp katólskan sið og bannfæra þá, eða þá láta það alveg vera og mun síðari kost- urinn æíinlega betri til að kveða niður „ v i 11 u k e n n- ingaru, því að hvað sagði Gamalíel? — En hafi þessir menn flutt rökstuddar árásir á „kristindóm11 og kirkju Islands, bar prestastefnunni að fiytja þeim þakkir m e ð fullu nafni og taka aðfinslur þeirra til athugunar. Alt annað er óheiðarlegt. Ognú gerði presta- stefnan dálítið a n n a ð. Eg þykist því hafa sýnt, að i fyrstu orðum samþyktar prestastefnunnar birtist rag- menska, óheilindi og óheiðarleiki í því að segja ekki skýrt við hvað er átt. (Eða er það kannske skikkanleg og saklaus heimska?). I megin hluta tillögunnar birtist aftur 1 o ð m æ 1 i, óheilindi og fals (eða heimska, það eru einu útgöngu- dyrnar). Þar segir svo: „finnur prestastefnan ástæðu til að brýna fyrir prestum og söfnuðum landsins, að hvika í engu frá trúnni á Jesúm Krist, guðs son og frelsara mannanna, samkvæmt heilagri ritninguu. Hvað méinar nú prestastefnan með þvi að brýna fyr- ir prestum og söfnuðum að víkja ekki frá „trúnni á Jes- úm Krist, guðs sonu. Eru ekki allir kristnir menn sam- mála um að kalia Jesúm guðs son? Jú, en það vita flest- ir, og að minsta ko3ti allir guðfræðingar, að menn meina ýmislegt með orðunum guðs sonur. Sumir leggja eingöngu þá merkingu í þau, að Jesús hafi verið getinn af heilög- um anda án mannlegs föður að holdinu til, hann hafi ekki verið „Jósefssonu. En margir margir aðrir, bæði leikmenn og prestar, leggja þá merkingu í orðin, að Jesús hafi að vísu verið „Jósefssonu að holdinu til, hafi átt mannlegan föður eins og aðrir menn, en að hann hafi lifað í inni- legra sambandi við guðdóminn en nokkur annar, og guðs- sonarheitið hafi fezt við hann, vegna þess, að kristnaðir Gyðingar álitu hann vera hinn fyrirheitna Messías, sem Gyðingár og nefndu „guðsson11. Þetta eru tvær aðalskoðanirnar á merkingu orðanna „guðs sonuru. Hvor skoðunin er það, sem fjarverandi prestar og

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.