Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 8

Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 8
118 STRAUMAR Guðdómur Jesú eða guðdómleiki hafi að þeirra dómi ekki verið fólginn í líkama hans, heldur anda hans, hinni eig- inlegu veru. Pjórði skilningurinn á hugtakinu guðs-sonur i N. tm komi aðeins fram í hinni svonefndu forsögu tveggja guð- spjallanna, þeirra Matteusar og Lúkasar; þar sé litið svo á, að Jesús hafi verið guðs-sonur vegna þess, að hann hafi ekki átt jarðneskan föður, heldur verið getinn af heilögum anda. Sú hugmynd muni fyrst vera komin fram í kristninni fyrir grísk áhrif. Þegar kristindómurinn fluttist til Grikkja, hafi þeir eigi fengið skilið hina and- legu merkingu í guðs-sonarheitinu gyðinglega, heldur sett það í samband við sínar hugmyndir um sonu guðanna. Þeir hafi hugsað sér, að stórmennin væru í bókstaflegum skilningi synir einhvers guðanna fyrir yfirnáttúrlegan getnað. Að vísu komi sú hugmynd fram í undursamlega hreinsaðri mynd í forsögunum, einkum hjá Lúkasi, en samt sé það þessi skilningurinn á guðs-sonarheitinu, sem ýmsir menn eigi nú erfiðast með að tileinka sér og sam- þýða trúarhugmyndum sínum, Trúarlærdómar á honum reistir fæli ýmsa frá kirkjunni. Aftur á móti séu aðrir, sem finni8t alt standa á því að haldið sé dauðahaldi í þennan skilning; án hans muni öll trú á guðdóm Krists verða fyrir borð borin. Málið væri mörgum viðkvæmt og því þörf á að ræða það með stillingu. Hinir íhaldssömu í flokki trúmannanna verði að gæta þess; að það sé ekki tregðan til að trúa þessu, sem stöðuglega veki spurninguna um þetta af nýju, heldur frásögur N. tm. sjálfar. Við nákvæma rannsókn komi í ljós, að sögurnar um fæðing Jesú og bernsku muni ekki ritaður eins snemma og meginkjarni guðspjallanna. Markúsarguðspjall, sem sé elzta guðspjallið, skýri oss alls ekki frá neinu um fæðing Jesú. Og hið undarlega sé, að í forsöguna hjá þeim báðum, Matteusi og Lúkasi, séu teknar upp ættartölur, sem eigi að Býna, að Jesús sé kominn í beinan karllegg frá Davíð konungi og hvort- tveggja sinnið sé ættin rakin gegnum Jósef, en ekki Maríu. Og elzta heimild Lúkasar fyrir fæðingarsögu Jesú

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.