Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 7

Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 7
STRAUMAR 117 höfundunum bæri ekki saman um það, hvenær Jesús hefði orðið Messías. Rakti fyrirlesarinn nú hugsanaferil aðalhöfunda N.tm. í þessu efni, og sýndi fram á, að um ferns konar skilning á hugtakinu guðssonur væri þar að ræða. Elztur mundi sá skilningur vera, er kæmi fram í sumum ræðum í Postulasögunni (og það eignuðum bæði Pétri og Páli), að Jesús hafi fyrst við upprisuna frá d a u ð u m orðið Messías eða guðs-sonur, þá hafi hann verið hafinn til guðlegrar tignar og valds. Samkvæmt þeim skilningi var hann hér á jörð „spámaður máttugur í verki og orðilí, „maður, sem guð hafði búið sérstökum hæfileikum til að gera kraftaverk, undur og táknu. Annar skilningurinn sé sá, að hann hafi orðið Messías við skírnina, er andinn kom yfir hann. Menjar þess skilnings hafi það verið, að alt fram á fjórðu öld hafi verið haldin sérstök hátíð tf. janúar, til minningar um skirn Jesú. Sú hátíð var talin einskonar fæðingarhá- tíð hans, því að við skírnina hafði guðs-sonurinn fyrsta sinn komið í ljós. Jólahátíðin hafi aftur á móti ekki orðið almenn innan kristninnar fyr en á 5. öld. Samkvæmt þessum skilningi var Jesús þegar orðinn Messías, er hapn kom opinberlega fram, og það var sú trú á hann, er læri- sveinarnir játuðu, fyrir munn Péturs, í námd við Sesareu Pilippí: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda guðsu. Þriðji skilningurinn sé sá, sem kemur fram hjá tveim mestu rithöfundum N. tm., sem sé þeim Páli og Jóhannesi. Þeir haldi því báðir fram, að Jesús sé guðs-sonur frá eilífð. Hann hafi átt fortilveru og sé kominn af himni; himnesk veran hafi klæðst holdi hér á jörð. I dýrðar- ástandinu hjá Guði hafi hann verið í guðsmynd, en af- klæðst henni af elsku til mannanna, og af löngun til að hjálpa þeim hafi hann stigið niður og gerst maður. Hann hafi í þeirra augum verið guðleg vera eða guðs-sonur, þegar áður en hann fæddist hér á jörð. En hið einkenni- lega sé, að hvorugur þessara höfunda virðist hafa minstu hugmynd um það, sem síðar var nefnt getnaður af hei- lögum anda. Aldrei nokkurn tíma minnist þeir á slíkt.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.