Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 12

Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 12
I2ri STRAUMAR að prestastefnan lýsti hrygð sinni yfir árásum, sem gerð- ar hefðu verið á kristindóminn að undanförnu; en er á leið fundinn, var tillögunni breytt, Umræður urðu nokkr- ar um málið, en Synodus er lokaður fundur, og því leyfist mér ekki að segja nánar frá þeim. Að lokum var samþykt þessi síðari breytta tillaga síra Á. B.: „Út af erindi dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík finnur presta- stefnan ástæðu til að brýna fyrir prestum og söfnuðum landsins, að hvika í engu frá trúnni á Jesúm Krist, guðs son og frelsara mannanna, samkvæmt heilagri ritningu1'.1) Þetta er nú víst kallað að taka mál „til alvarlegrar meðferðaru. Þetta er sú úrlausn, sem dómkirkjusöfnuður- inn fær. Nú er eg í dómkirkjusöfnuðinum og leyfist því vonandi að lesa út úr henni þá huggun, sem hún veitir. Hver er nú ástæðan fyrir samþyktinni? Jú, hún er „út afu erindi safnaðarfundar í Reykjavík, sem á eru um 320 manns af líklega 14000 safnaðarmönnum. Með þessu „út afu er víst meint, að til grundvallar fyrir tillögunni liggi það sama og fyrir samþykt safnaðarfundarins. — Ef ekki er átt við það, er þessi hluti till. „út afu mein- ingarlaus. — Nú er samþykt safnaðarfundarins gerð „út afu „árásum, sem gerðar hafa verið á ýms meginatriði kristindómsin8u, eri nú flutti S. Á. Gíslason erindi á fund- inum, þar sem hann skýrði frá „árásum á trúarsannindi kristninnaru, og flutti sjálfur tillöguna. Þykir mér því auðsætt, að safnaðarfundurinn eigi við sömu „árásiru og S. Á. G. Nú gerir prestastefnan sína samþykt (líklega) „út afu sömu ástæðum og safnaðarfundurinn gerir sína, þ. e. a. s. „út afu þeim árásum, sem S. Á. G. skýrði frá í erindi sínu á safnaðarfundinum.2) >) Auðvitað var tillaga þessi samþykt, þvi að erfitt er fyrir prest að neita þvi, að þörf sé að brýna sannindi kristindómsins fyr- ir mönnum- Aðeins 4 voru á móti Þeir hafa ekki séð, að erindi dómkirkjusafnaðarins gæfi sérstaka ástæðu til þess, þó að þeir séu samþykkir höfuðatriði tillögunnar, að Jesús sé „guðs sonur". — Margir greiddu ekki atkvæði. 2) Auðvitað er þetta meira eða minna likleg tilgáta min, því að tillaga þeirra síra Árna segir svo loðið til um uppruna sinn, en á

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.