Straumar - 01.08.1927, Blaðsíða 17
STRAUMAR
127
laust sá, að leggja ofurlítinn plástur á ýrasa þá, sem sár-
ast hefir sviðið, að mælt, hefir verið móti meygetnaðar-
kenningunni, láta þá halda, að prestastefnan væri þeim
sammála um þetta atriði, þó að svo sé ekki. En hvað er
það annað en alþýðudekur að víkja þannig af vegi hrein-
skilninnar til þess að þóknast fjöldanum?
Nú skyldi enginn halda, að flutningsmenn einir hafi
falsað fundarmenn til þessarar samþyktar. Nei, það var
borið undir atkvæði, hvort bera skyldi upp tillöguna, og
það var samþykt með allmiklum meirihluta. Þannig leiddi
meiri hluti fundarmanna sig sjálfa út í óheilindin,
ragmenskuna, falsið og óheiðarleikann.
Nú getur verið, að mér hafi skjátlast í öllu þessu.
Það getur verið, að prestastefnan hafi hagað sér svona
í fljótræði og heimsu, því að tíminn var lítill til að hugsa
málið, og eg vona, að svo hafi verið. En eitt gætu þó
prestar af þessu lært, og það er að fara varlega í næsta
sinn að samþykkja ioðnar yfirlýsingar í viðkvæmum mál-
um. Og annað gætu þeir líka lært. Það er brýnt fyrir
vitnum í Englandi, er þau eru fyrir rétti, að segja
sannleikann, allan sannleikann og ekkert
nema sannleikann.
Einar Magnússon.
Kring*sjá.
Á. þossn ári, 1927, eiga þrir merkir háskólar í Evrópu afmæli.
í júli var háskólinn i Tiibingen í Þýskalandi 450 ára. og í sama mán-
uði á háskólinn 1 Marburg i Þýskalandi 400 ára afmæli. Litlu seinna
er Uppsala háskólinn i Sviþjóð 450 ára. í tilefni af almæli Uppsala-
háskólans er ráðgert að gefa út ljósmyndir af hinni heimsfrægu
bibliu Ulfilas, „Silfurbókinni" svonefndu Það er svo að segja eina
handritið af þessari biblfu, sem Ulfila kristniboði Gota þýddi á got-
nesku (seint á 4. öld). Handritið er skrifað með silfurletri á rautt
pergament og hin mesta gersemi. I þrjátiu ára striðinu (1618 —1648)
fundu Sviar handritið i Prag og fluttu til Stokkliólins. Siðan livarf
það, en ianst aftur i Hollandi og keypti þá háskólinn í Uppsala það.