Straumar - 01.09.1927, Page 12

Straumar - 01.09.1927, Page 12
138 S T R A U M A R tímanum. Líkt er því farið um önnur vísindi. Darwin1) og- samverkamenn hans héldu því fram, að maðurinn hefði smátt og1 smátt hafið sig upp af óæðri stigum og þetta vakti þá hugmynd, að hann kynni jafnvel að taka framförum frá því, sem nú er. Er og engin ástæða til að ætla, að vér höfum náð þeirri vaxtarfyllingu, að mann- kynið geri aldrei betur. Þeir, sem uppi verða um herrans árið 3000, kunna að standa oss eins miklu framar að þekkingu, dygð og mætti, og vér þeim mönnum, er höfð- ust við í jarðholum og á vötnum úti. Er öll von til, að svo verði, einkum ef hægt væri að komast hjá styrjöld- um, sem brytja niður kjama æskulýðsins og hefta þann- ig framför mannkynsins. En þróunar-hugmynd þessi hef- ir og markað spor á trúarsviðinu. Þróun á trúarsviðinu. Nú er því ekki leng- ur haldið fram, að vér verðum að trúa hinni eða þessari kennisetningu, en glatast að öðrum kosti um aldur og æfi. Að minsta kosti er það ekki skoðun glöggra manna, sem fylgja vísindum nútímans. Dagar kreddutrúarinnar eru úti. Svo segja beztu trúarbragðafræðingar vorir, sem nú eru uppi, að sannleikssjónin víkki, ekki einvörðungu hvað snertir vísindi, heldur og trú. Hver öld hlýtur að skapa sín eigin trúarkerfi, samkvæmt þekkingarástandi því, er ræður það tímabil. Trú manna er ekki kyrstæð. Þar er þróun að verki eins og hvervetna annarsstaðar. Það get- ur engin dygð talist, að tileinka sér trúarsetningu nema sem bráðabirgðatilgátu; það er meira að segja hættulegt, því vér kunnum að halda of lengi í hana, þegar vér ætt- um að hafa látið leiðast í nýjan sannleika. Samt sem áð- ur eru trúarkerfin góð og gild, aðalatriðið er, að vér lít- um á þau svo sem til bráðabirgða, en ekki óræk, ó- skeikul. Sú er ein hinna nýju trúarskoðana — þótt frek- ar megi hún teljast endurvakin gömul skoðun, en ný — að mannveran sé í raun og veru andlegs eðlis, lifi líkams- dauðann og gangi inn til nýs lífs í öðrum líkama, svipuð- 4) Einhver mesti náttúrufræðingur siðustu alda; sérstak- lega frægur fyrir þróunarkenn. sína (f. 1809, d. 1882). — (Pýð.)-

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.