Straumar - 01.09.1927, Side 16
STRAUMAE
142
ist, að samþyktin gerði ilt verra, og að orsökin var sú, að
tvíveðrungur var í orðalagi hennar, svo að hver gat skilið
sem hann vildi, en tvíræði í orðum hefir margan misskiln-
ing og böl leitt yfir þjóðir og einstaklinga. Greinin átti því
að sýna mönnum nauðsyn skýrrar hugsunar og ákveðins,
ótvíræðs orðalags. — Eg hélt, að hver maður mætti sjá, að
þessi væri tilgangur greinarinnar. Ef einhverjir hafa ekki
skilið það, er minni heimsku um að kenna, að setja það
ekki skýrar fram, og bið eg því þá menn fyrirgefningar á
því, og vona, að þeim skiljist það nú.
Hinu neita eg algerlega, að tilgangur greinarinnar
hafi verið sá að mannskemma nokkurn mann eða gera
lítið úr honum, þó að prestastefnan eða meirihluti þeirra
klerka, sem þar sátu, muni hins vegar ekki vaxa að áliti
hjá góðum mönnum fyrir gerðir sínar þar. Einnig neita
eg því, að nokkursstaðar sé of freklega til orða tekið,
— hlutirnir eru nefndir sínu rétta nafni.
Undarleg skoðun er það hjá mörgum rosknum mönn-
um, að ungir menn eigi að bera virðingu fyrir þeim, fyrir
það eitt, að þeir eru rosknir, og ungum mönnum beri
að þegja, þó að þeim finnist hinum rosknu eitthvað miður
fara. Eg hélt þó, að sannleikur væri sannleikur, hvaðan
sem hann kemur. E, M.
Kring’sjá.
Prestafundur oq safnaðafulltrúa fyrir Múlaprófastsdæmin
var haldinn um miðjan júlímánuð að Eiðum. Sóttu liann 10
prestvígðir menn, I guðfræðinemi og 8 safnaðarfulltrúar. Hófst
hann með guðsþjónustu, en bænir voru kvölds og morgna.
Ýms mál voru rædd á fundinum og tillögur samþyktar.
Nokkur erindi voru einnig flutt. Verður hér aðeins drepið á
Jitið eitt, en nánar geta menn lesið um fundinn í nýútkomnu
Prestafélagsriti og víðar. — Fundurinn ákvað, að hafist skyldi
handa um fjársöfnun til stofnunar barnaheimilis á Austur-
landi. Aðalhvatamaður þess var séra Ásmundur skólastj. á
Eiðum. — Allmikið var rætt um vandræði þau, sem oft yrðu i