Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 11

Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 11
STRAUMAR 185 Jólaminning*. Um jólin 1920 var eg á sænsku skipi í Newcastle í - Englandi. Höfðum við legið þar lengi hausts, og var eg því orðinn sæmilega kunnugur í borginni. Meðal þeirra staða, sem eg kom oftast á, var sjómannastofan danska. Pyrir henni var danskur prestur, mesti ágætismaður. Hann bauð okkur á hverju miðvikudagskvöldi upp á sjómanna- stofuna, og var þar þá haldin guðsþjónusta, leikið á hljóð- færi, lesnar sögur og veitt kaffi á eftir. Var þar oft glatt á hjalla og hlökkuðum við jafnan til miðvikudagskvöldanna. Auk sjómanna, komu þarna oft ýmsir Norðurlandabúar, sem búsettir eru í borginni, m. a. Louis Zöllner kaupmað- ur, sem margir íslendingar munu kannast við. Á aðfangadagskvöld var okkur veittur jólamatur á skipafjöl, hrísgrjónamatur og „lutflsk“, sem er jólamatur Svía. Síðar um kveldið fórum við í land. En þar var lít- ill jólabragur yfir öllu, því að allar búðir voru opnar og hvergi messað. Aðfangadagub er eigi helgur dagur hjá Englendingum. Á jóladagsmorguninn fór eg í kirkju og gekk fram og aftur þann dag. Á annan jóladag var þoka og eyddi eg mestum deginum við að horfa á knattspyrnu. En um kvöldið var okkur boðið upp á sjómannaheimilið danska. Eg kom þar kl. 8. Var þar þá fyrir fjöldi manna. Okkur var vísað inn í litla kapellu í húsinu. Stóð þar skreytt jólatré með fjölda kerta og ýmsu góðgæti á. Voru nú sálmar sungnir og prédikað, gengið kringum jólatréð og sungið. Tóku allir þátt í því, gamlir og stæltir skip- stjórar, óbreyttir sjómenn og börn prestsins. Færðist frið- ur og barnsleg gleði yflr andlit þessara hörðu sjómanna, sem vanari voru blótsyrðum og formælingum, en sálma- söng. Þá sýndi prestur okkur stóra hrúgu af böglum, sem sjómannaheimilinu hafði borist víðsvegar að, lieiman frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þar starfa félög, einkum konur, að því að útbúa slíka bögla til að gefa sjómönn- unum, löndum sínum, sem eru í útlendum höfnum um jólin. Kona prestsins og systir hans útdeildu nú böglum til þeirra sjómanna, sem voru viðstaddir, og var gaman

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.