Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 13

Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 13
STRAUMAR 187 Btund. Þetta kvöld verður í minningu minni eitt hinna fegurstu, sem eg hefi lifað. — Daginn eftir fór eg til næsta bæjar, Shields, og var þar á samskonar jólahátíð á sænska sjómannaheimilinu, sem þar er. Fáum Islendingum er kunnugt, að út um heim, sér- staklega í Englandi og á Norðurlöndum, starfa kristileg félög meðal sjómanna. Þau eiga sjómannaheimili og sam- komuhús í fjölda mörgum hafnarborgum víðsvegar um heim, þar sem siglingar eru miklar. Þangað geta sjómenn komið og setið þar, lesið eða skrifað og hvílt sig, þegar þeir hafa landgönguleyfi. Þangað geta þeir látið senda bréf til sín, og þar er þeim leiðbeint um marga hluti, hvattir til og hjálpað að senda fé heim til sín. Þar geta þeir fengið góðar veitingar við lágu verði, spilað, teflt o. s. frv. Þar eru haldnar euðsþjónustur, sungnir sálmar og fluttar bænir, og eru það oft einu tækifærin, sem fjöi- margir sjómenn hafa til að heyra eitthvað gott orð, einu tækifærin, sem þeir hafa til að lyfta huganum upp frá daglegum störfum. Sjómanna-lestrarstofurnar eru einu stað- irnir, þar sem þeir geta sezt niður, aðrir en veitinga- krárnar og bjórstofurnar, sem breiða opnar dyr móti hverj- um sjómanni, sem á land stígur. Og starfsmenn lestrastofanna eru einu mennirnir í landi, sem tala við sjómennina án þe&s að ætla sér að seilast ofan í vasa þeirra eftir þeim aurum, sem þeir hafa unnið sér inn í baráttunni við sollnar öldur heimshafanna. Á sjómannalestrarstofunum eiga atvinnulausir sjómenn at- hvarf. Þar er þeim oft útvegað skipsrúm og jafnvel styrkt- ir með fé. Af þessu mega allir sjá, að félög, sem halda uppi þessari starfsemi, vinna mikið og merkilegt starf, ekki að- eins fyrir trúarbrögðin, heldur og fyrir menningu og mann- dóm sjómannanna. Hér á landi hefir litið verið unnið að þessu starfi fram að síðustu árum af öðrum en Hjálpræðishernum, sem lengi hefir haft sjómannastofur í kaupstöðum, einkum L

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.