Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 8

Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 8
182 STRAUMAR en vér erum. Hann var einmitt hreinmannlegur; það er- um vér fæat af oss. Það mannlega í mörgum mönnum er ákaflega máð og slitið og sýkt eins og það kemur í ljós. Fullkominn maður er fágæt vera. Jesús var fullkominn maður. Hann er maðurinn í Guðsmynd eins og oss er ætl- að að verða með hans hjálp. Jesús kallaði sjálfan sig „mannssoninn“ til þess að sýna oss bræðrabandið við sig, sýna oss, hvert leið vor lægi í helgun og siðgæði. En um leið og eg vil hvetja oss alla til þess að missa aldrei sjónar á barninu, sem fæddist eins og önnur börn, manninum sem var maður eins og vér og þó frelsari vor allra, um leið og eg bið þess, að vér veitum honum við- töku í hugum vorum sem ástkærum rir.i og stærri bróð- ur, fullum náðar og sannleika, vil eg vara yður við einni hættu, sem víða gjörir nú vart við sig. Það er hægt að segja, „ó Jesús bróðir beztiu þannig, að í því liggi óend- anlegur fögnuður yfir því að eiga guðdómlega þroska- og vaxtarmöguleika í samfélagi við hann, að það sé hjálpar- beiðni hjarta, sem þráir Guð, að það sé þrungið af óend- anlegu þakklæti fyrir það hjálpræði, þá von, það eilífa líf, sem liann hefur veitt oss aðgang að. Þá er það gott, þá er það sagt í réttum hug. En það má líka segja „Jesús var maður eins og vér“ þannig, að það aé herfilegt sjálfs- hól af oss og herfileg niðrun um hann. „Eins og véru! Hverjir erum vér? Erum vér ekki flestir smáir, vesælir, valdalausir og reikandi í ráði, jarðbundnir og þröngir í hugsunum og verkum, ómóttækilegir fyrir alt óvanalegt, stórkostlegt 'og leyndardómsfult? Eigum vér að voga að setja oss við hlið hans og segja: Svona var hann. Er þess að vænta, að með því hugarþeli til hans og því mati á honuin, fáum vér risið upp og sigrazt á örðugleikum lágra hvata og smárra hugsana? Nei, þessu líkur var ekki Jesús Kristur. Ef þú kennir skyldleikans við Krist þannig, að það svifti þig allri hvöt til þess að öðlast hærri þroska, þá er illa farið. Að koma auga á Jesúm sem \in sinn og bróður á að vera slíkt fagnaðarefni, að ekki fái orð lýst; sú hvöt til þess að öðlast guðdómlega eiginleika hans, að ekkert fái staðist á móti, sú sigurvissa, sem aldrei bognar.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.