Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 9

Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 9
STEAUMAR 183 í sál Jesú skín svo raikið af guðsfriði og ró og tign, svo raikið af mætti og vizku, að vér getum varla gert oss í hugarlund, hve nærri hann stendur Guði, samanborið við oss. En ekki svo fjærri, að hann nái ekki til vor; hann er mitt á meðal vor. Guð gefi, að þessi helgistund í minningu Jesú Krists megi verða til þess að minna oss á, að vér sjálfir eigum að verða fullkomnir eins og faðirinn himneski er full- kominn. Guð gefi, að mynd Jesú Krists megi verða svo skýr fyrir oss á þessari stund, að vér skiljum, að hann er uppspretta þeirrar kyrlátu gleði, sem nú legst yfir borg og bæ, að vér finnum það, að af því að hann kom og brá upp fyrir oss ljósi sannleikans, þá er heimurinn í raun og veru góður og mennirnir góðir og Guð óendanlega góður. Guð gefi að sú vissa megi fylgja oss inn á heimili vor héðan, fylgja oss langt inn í framtíðina, og verma osslífið. Guð gefi að trú Jesú Krists, kærleikur hans, fórnarlund hans, breiði friðarskin á veg vorn allra héðan í frá. Guð gefi, að von og hugrekki Jesú Krists fylli hjörtu vor og lýsi oss eins og jólastjarna, alla leið unz vér fyrir augliti Guðs allsherjar fáum að mæta honum og þakka honum,. sem var frelsari vor, sem kom til vor og bjó með oss fullur náðar og sannleika. Gleðileg jól! — Amen. „Ekki hann, heldur Barrabasu. Er Guðsson forðum greip hans fjenda sveit með grimdarhug og tryltir blindu æði, þeir svifust einskis, svall þeim gremja heit og sefast lét ei þeirra heiftar-bræði, nema að sjá hann hafinn hátt á kross.* Þeir hræddust sín, að hjaðna mundu völd, ef heftur væri’ hann ei í starfi sínu;

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.