Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 22

Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 22
196 STRAUMAR fél. hér i sumar og- voru sumir þess mjög fýsandi að við sameinuðum ki-afta okkar. Allir höfðum við reyndar til þess nokkura löngun, en að athuguðu ráði, þá virtist okkur þaö naumast mundu verða fram- kvæmanlegt. Þótt við fengjum einhverja deild af blaðinu heima, þá kéemi það alt hingað eftir dúk og disk . . . Það sem við þyrftum helzt að ræða hér, eru ýms fólagsmál, birta skýrslur af safnaðafund- um hingað og þangað o s. frv. Mundu menn á Islandi liafa litinn áhuga á þvi. Sömuleiðis eru ýms deilumál heima, sem menn fylgjast ekki ineð i hér . . . Auðveldara mundi að gefa út annað rit hér. Varð það úr, að boðsbréf skyídi verða sainið að sliku mánaðarriti i svipuðu broti og „Straumar", og undirtekta leitað um áskrifendur. Ekkert ákveðið i bráðina . . . Við höfum verið að bollaleggja það mcð okkur, að það væri gróflega skemtilegt, ef einliver samvinnu- vottur gæti þá orðið . . . A eitt er að lita, sem mér hefir verið bent á: Hvort mundu „Straumar" cigi bíða tjón heima af samband- inu víð okkur: Unitaranafnið? Eg er alveg á inóti því, að við sláum nokkurn tima af okkar sannfæring til að dekra við alinenningsálitið. Það er enginn vafi á þvi, að hér eigum við hreina sainherja, og' styrkur allra liggur i að skilja það. Mór finst hór hátt undir loft og í'úmt um mig. Mun eg kunna þvi vel“. E. II. Kvaran, Morgiinn, 1928, bls. 127: „Hinar nýju trúmála- hugsanir, sem standa i sambandi við sálarrannsóknir og nýja guð- fræði, hafa staðið alveg einkennilega að vigi hér á landi, af því að vér höfum átt mann eins og sira Harald Nielsson. Það var e.kki ein- göngu, að hann aðhyltist hinn nýfundna sannleika. Hann bar líka i brjósti hinn mesta ræktarhug t.il kirkjunnar. Hann vildi veita hinuin nýju hugsunum inn i kirkjuna, henni til styrktar, og hann vildi láta kirkjuna efla hinar nýju hugsanir. . . . Þvi fer l'jarri, að allir sálar- rannsóknarmenn og spiritistar ha.fi hugsað til kirkjunnar likt og Haraldur Nielsson. Margir gera það. Fullyrt er, að mikill sægur sé af mönnum á Englandi, sem hafa veitl hinni nýju opinber- un viðtöku og eru kyrrir i sinum kirkjudeilduin. Ekki allfáir eru prestar eftir sem áður. En hinir eru lika margir, sem liafa sagt skil- ið við kirkjuna og stofnað nýja söfnuði. I'eir söfnuðir skifta nú hundruðum á Englandi. Sumpart er það fyrir það, að kirkjurnar liafa amazt við hinum nýju skoðunum, svo að mennirnir hafa ekki t.alið sér þar vært. Sumpart er það vegna þess, að mennirnir hafa ekki getað unað þvi, að lifsskoðun þeirra "æri alls ekki te.kin ti) greina, eú haldið að þeim kenninguin, sem þeir telja á engu reistar og rangar. Og nokkru hefir uin valdið megn vantrú á það, að kirkj- an sé hentug til þess að gera nýjan sannleika verulega aröberandi að hættan sé svo mikil við það, að alt stírðni þar i kreddum“. Póstkröfur, sein sendar voru út með síðustu blöðuin, eru kaup- endur beðnir að innleysa sem fyrst. Prentsmiðjan Acta — 1928.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.