Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 12

Straumar - 01.12.1928, Blaðsíða 12
186 STEAUMAR að sjá eftirvæntingarsvipinn á mönnum, er þeir voru að opna þá. Mér hlotnaðist allstór böggull. I honum var mynd af dönsku drotningunni i fallega ísaumuðum ramma, dönsk húslestrarbók, prjónaðir smokkar og blaðahengi, og eitt- hvað fleira. Innan í böglinum var og bréf frá sendandan- um, einhverri konu á Suður-Jótlandi. Árnaði hún mér allra heilla og bað um svar við bréfinu. Eg skrifaði henni þakkarbréf seinna, en hefi ekki frétt frá henni síðan. Þess eru ekki all-fá dæmi, að ungir sjómenn hafi kynzt konuefnum sínum með þessum hætti. Innihald hinna böglanna var líkt og glöddust allir yfir því. Eg hefi aldrei séð gjafir þegnar með meiri gleði og þakklæti en þessa fábreyttu hluti að heiman, sem báru þess svo ljós merki, að þar voru góðir menn og góðar konur, sem mundu eftir sjómönnunum, sem eiga við óblíð kjör að búa og velkjast höfn úr höfn, vinalausir og stöðugt í hættu fyrir illum áhrifum og siðspillandi. Barns- leg gleði ljómaði af andliti sjómannanna, er þeir báru saman það, sem þeim hafði hlotnazt, skiftu á hlutum, eft- ir því, sem hver kaus sér helzt o. s. frv. Er menn höfðu skemt sér við þetta nokkra stund, var öllum boðið til kaffidrykkju. Var þá glatt á hjalla. Tveir norskir sjómenn léku á hljóðfæri, spilaði annar á mandólín og hinn á pí- anó og varð hin bezta skemtun af. Ræður voru haldnar fyrir minni allra Norðurlanda. Louis Zöllner, sem er ræð- ismaður Dana og Islendinga, flutti þar ræðu fyrir minni Islands. Þakkaði eg hana nokkrum orðum. Þegar liðið var fram að miðnætti var samkomunni slitið með því, að sungnir voru ættjarðarsöngvar allra Norðurlanda, sem prentaðir eru í sálmabók danska sjó- mannatrúboðsfélagsins. Pyrir íslandi var sungið hið fagra kvæði A. Munch: „Yderst mod Norden lyser en öu, sem Matth. Jochumsson hefir þýtt: „Lýsir af eyju við ísþokuslóð11. Þarf eigi að segja, hve eg gladdist við þann kærleika og vinaþel, sem eg mætti hjá þessum útlendu bræðrum í framandi landi. Héldu menn nú á braut, er þeir höfðu kvatt prestinn og þakkað skemtilega samveru-

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.