Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Side 6
6
sambandsþarfa, frá því sem nú er. Virðist þinginu
rétt að reyna til hlýtar það fyrirkomulag, sem nú
er á útgáfiu „Skinfaxa og greiðsiu til U. M. F. í., áð-
ur en djarfar er teflt. þó virðist þinginu heppilegra,
að núverandi „Skinfaxa“-útgjöld sé beinn skattur af
hverjum félaga til sambandsheildarinnar, en félags-
deildimar fái svo ókeypis a. m. k. eitt eintak af
„Skinfaxa“, á hvert heimili, sem félagar eru á“.
c. Frá sömu mönnum: „Héraðsþingið telur enga
þörf á að breyta gildandi stefnuskrá U. M. F. í. Hins-
vegar er það skoðun þingsins, að U. M. F. beri að
gera miklu meira, en verið hefir, að því: að „vemda
og efla alt, sem þjóðlegt er og ramíslenskt“, í tungu,
lifnaðarháttum, skemtunum og öðru“.
Tili. a. feld með 15:3 atkv.
Till. b. samþ. með 15:3 atkv.
Till. c. samþ. með öllum greiddum atkv.
þegar hér var komið, var kl. 11 síðd. Var þá þing-
hlé til kl. 10 árd. næsta dag.
IV. þjóðhátíðartill. Bjöms þórðarsonar
hæstaréttarritara
(sjá „Skinfaxa“ 1925, 2. h.). Héraðsstjóri, Sigurður
Greipsson, hóf umræður og var B. þ. mjög sammála,
bæði um þörf hátíðarinnar, dag og stað. Taldi hann
U. M. F. skylt að beita sér fyrir málið. — Tóku
margir til máls, bæði um till. B. þ. alment, og svo
um þúsund ára hátíð Alþingis 1930. Kom ræðumönn-
um saman um, að mikil skylda hvíldi á U. M. F. um
undirbúning þeirrar hátíðar. Eftirfarandi till. frá
Aðalsteini Sigmundssyni voru samþ. í einu hljóði: