Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Blaðsíða 10
10
VII. FræðslumáL
1. Fyrirlestrarstarfsemi. Ingimar Jóhaaxnesson
kennari las upp og skýrði eftirfarandi till. frá
fræðslumálanefnd:
„pingið samþy/kkir, að héraðsstjómin sendi fyrir-
lesara um sambandssvæðið á næsta ári, ef unt er,
helst á mánuðunum júní o@ júlí, eða Nóvember og
Desember. Og að hver tvö félög innan sambandsins
skiftist á mönmum næsta ár þannig, að hvert félag
sendi einn eða fleiri af beztu mönnum sínum í heim-
sókn til einhvers nágrannafólags, og svo gagnkvæmt.
Héraðsstjóm ákveður, hvaða félög skiftist á mömn-
um Skulu sendimenn þessir koma á fundi, segja
fréttir af félögum sínum og ílytja erindi um eitthvert
fræðandi efni. Móttökufélögin sjái þeim fyrir öllum
beina“.
Eftir skammar umræður var till. þessi samþ. m.
öllum gr. atkv.
2. Héraðsskólamálið. Ólafur Túbals listmálari las
upp eftirfarandi tvær tillögur fi-æðslumálanefndar,
og mælti með þeim:
a. „Héraðsiþimgið samþykkir að senda svohljóðandi
áskorun til sýslunefnda Árnes- og Rangárvallasýslna:
Héraðssambandið „Skarphéðinn“ skorar á sýslu-
nefndir Ámes- og Rangárvallasýslma að beita sér
fyrir því, sem allra fyrst, að einn skóli verði reistur
á Suðurlandsundirlendinu, og á þeim stað, sem að áliti
sérfróðra manna er heppilegt skólasetur, einkum
hvað smertir hjálparmeðul frá náttúmnnar hendi,
svo sem jarðhita eða raforku“.
b. „Héraðsþingið samþykkir, að lagt verði í héraðs-