Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Page 17

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Page 17
17 Hver sá, sem er uindir áhrifum áfengis, glatar við það að nokkru skynsemi sinni, starfsþrótti og- lífs- þraki. þetta er vísindalega sannað. Áfengi vinnur þannig gagnstætt aðaltilgangi U. M. F., og nautn þess verður á engan hátt samrímd hugsjón þeirra. U. M. F. hljóta því að krefjast bindindis af félögum sínum. Ella eru þau sjálfum sér sundurþykk. það er alkunna, að margir U. M. F. hafa ekki haldið skuldbindiniguna. Kveður svo ramt að því, að félagsskapurinn hefir hneisu mikla af. Ilt er til slíks að vita, og má ekki svo til ganga. Nú hefir héraðsr þing „Skarphéðins" gert skýrar samþyktir um þetta mál. (Sjá þinggerðina, V. lið.). Er þess nú eindreg- ið vænst, að öll félög innan „Skarphéðins“ bregðist vel við samiþykt þessari og geri þegar hreint fyrir sínum dyrum í málinu. Væri æskilegast, að undir- skriftir undir skuldbindinguna fari fram að nýju. Vil eg, í fullri vinsemd, leggja áhersiu á það: að þeir, sem ekki vilja eða ekki treystast til að halda bindindisheitið, eiga ekki að vera U. M. F. Ef slíkir menn vilja félag'sskapnum vel, geta þeir gert honum mikið gagn sem utanfélagsmenn. En þeir skaða hann með fordæmi sínu og gera honum minkun út á við, ef þeir teljast félagar og troða þó á dreng- skaparheiti félaganna. 2. 1930. það er vafalaust, að ef 1000 ára hátíð Al- þingis á að fara Islendingum sómasamlega úr hendi, verða U. M. F. að vinna mikið verk að undirbún- ingnum. Ekki einasta U. M. F. I. oig, héraðssam- böndin, heldur og hvert ifélag og hver einstakur félagi. þar. gefst félagsskap okkar alveg óvenjulegt

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.