Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Page 18

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Page 18
18 tækifæri til þess að viirna gagn og auka hróður í&- landis út á við. Veltur mikið á að nota nú tímann vel. Geta félögin þegiar byrjað á þrennu: Að æfa íþróttir kappsamlega, til þess að verða fær um að taka þátt í íþróttakepni á Alþingishátíðinni. Að búa undir heimilisiðnáðarsýninguna, er þá verð- ur haldin, með því að fá þá, sem vel vinna, til iþess að vinna sem mest og best fram að sýningunni, og að fá haldið til haga því, sem vel er unnið, en farga því ekki né láta skemmast. Smásýningar heima fyr- ir geta hjálpað drjúgum í þessu efni. Á iþað skal bent, að undirbúningur austan fjalls í þessu efni hlýtur að hvíla mest á U. M. F. — Og, loks að safna fé til þess að standast kostnað, er leiða mun af þátt- töku í hátíðahöldunum. 3. Sannir Islendingar. I þessu sambandi get eg ekki látið hjá líða að minna á iþá höfuðskyldu U. M. F.: að „vernda og efla alt, sem þjóðlegt er og ram- íslenskt". Lesa þjóðlegar bókmentir, leggja stund á þjóðlegan iðnað og þjóðleg fræði ogi hafa um hönd þær skemtanir, sem samkvæmastar eru þjóðarein- 'kennum okkar og íslendingseðli. þá ættu U. M. F. að beita sér fyrir því, að notaðar séu íslenskar vör- ur fremur en erlendar, þar sem þess er kostur, t. d. dúkar frá ísl. verksmiðjunum, „Hreins“ vörur, ísl. kaffibætir o. s. frv. Að öllu þessu þurfa U. M. F. að gera meira hér eftir en hingað til. Hugsið málið og ræðið það í félögum ykkar. 4. Héraðsskólinn. Nú er ráðgert að hefja fram- kvæmdir í því máli á komandi sumri. Reynir þá á, hver dugur og drengskapur er í U. M. F. hér á slóð-

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.