Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 7

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 7
Við vissum að móður hennar var ekki um það geíið, að hún væri mikið í okkar íélagsskap; en aldrei lét hún þó okkur Nönnu verða varar við það beinlínis. Það var Didda sem sagði okkur það sjálf. Hún tilbað móður sína meira en ég hefi vitað dæmi til um unglinga á hennar reki. — Og við sem kyntust henni og hlust- uðum á aðdáun hennar og ást til móðurinnar, gátum tæplega var- ist að verða snortin af sömu til- finningu. — Enda hefi ég sjaldan séð fegurri konu og elskulegri í viðmóti, þó hún virtist oft vera stoltari enn við áttum að venjast. í augum Diddu var hún líka það fullkomnasta á jarðríki; — heilög í öllum hennar hugsunum. Jafnvel þegar glaðværðin stóð sem hæðst hjá okkur gat hún staðið upp og farið, ef mamma hennar hafði beðið hana að koma heim á réttum tíma, eða hún vissi að hún þarfnaðist hennar Þó var Didda ákaflega sólgin í alla j)á glaðværð og glaum, sem fylgdi okkur. — Ekki svo að skilja að hún væri léttúðug í umgengni við karlmenn, eða orðin vín- hneigð, til þess var hún of mikið barn. — enda kom það sjaldan eða aldrei fyrir, að nokkur liti hana öðrum augum. Það var líka örsjaldan, sem hún fylgdist með okkur þegar leið á nóttina. Svo var það eitt kvöld að við höfðum verið i »selskap«, niður i miðbæ, af ýmsum ástæðum varð gleðskapurinn endasleppari, en við höfðum gert ráð fyrir. Það var um tíu leitið, sem allir fóru að týgja sig til farar. Nanna gat ekki orðið mér samferða heim, því hún hafði um kvöldið lofað einum »vína« sinna að fara með honum »upp á bæi«, þegar fyrirsjáanlegt var að ekki yrði lengur haldið hópnum. Við Didda ætluðum því að verða samferða, því hún vildi fá að vera heima hjá mér þangað til kl. 12. — Mamma hennar hafði farið í heimboð til vinkonu sinnar og ekki ráðgert að koma heim fyrri, — svo Didda sagði að sér leiddist að sitja einni heima. Þegar við vorum að leggja af stað heimléiðis, komu tveir kunn- ingjar okkar, sem verið höfðu með í félagsskapnum um kvöldið, og báðu okkur að koma með sér í bíl, sem þeir höfðu, vestur í bæ. Þetta voru ungir og glaðværir piltar, — annar þeirra, sem var ný orðinn stúdent, gáfaður og skemtilegur félagi, var eini mað- urinn, sem ég hafði grun um að Diddu væri ekki sama um. Enda 5

x

Alþýðumagasín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.