Alþýðumagasín

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Qupperneq 8

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Qupperneq 8
höfðu þau verið mjög samrýmd síðustu dagana. Við létum kylfu ráða kasti og tókum boðinu, — báðir voru ágætis drengir og góðir félagar, enda ekki áliðnara kvölds en þetta. Þeir sögðust eiga kunningja, sem hefði skrifstofu vestur í bæn- um, og sem átti þar mikið af drykkjarföngum og öðru þar til- heyrandi. Svo ókum við. — Þegar við komum á staðirm var myrkur í öllum gluggum, en félagar okkar fullyrtu að kunningi þeirra gæti vel verið inni í innra herberginu fyrir því, ef hann léti aðeins lifa á borðlampanum og hefði dregið gluggatjöldin nógu þétt fyrir. Útidyrnar voru lokaðar, en annar piltanna, sem vann þar öðru hvoru, hafði lykil. — Við fórum svo inn. Á fremri skrifstofunni var myrkur, en um leið og við kom- um i dyrnar og kveiktum, heyrð- um við þrusk í innra herberginu Og nærri i sömu svipan var hurð- inni frá því herbergi hrundið upp og út kom lítill, feitlaginn maður á nærklæðunum, með töluverðu írafári. — Hann var sýnilega í geðshræringu. »Hvað á þetta að þýða. — Út með ykkur«, blés hann út úr sér hastur og þrútinn í andliti. En áður en nokkur fengi tima til að svara, hafði Didda, sem oft var full af barnalegum gáska og hrekkjum, skotist fram hjá honum og inn í herbergið. En í sama augnabliki og hún steig inn fyrir dyrnar, heyrðum við hana reka upp óp, sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi. »Mamma!« Það var dauðaþögn í stofunni, eíns og allir héldu niðri í sér and- anum. En endurhljómurinn af þessu nístandi sársauka veini bylgjaði loftið umhverfis okkur. Svo sá ég Diddu grípa hönd- um fyrir andlitið og hendast fram hjá mér, áður en ég áttaði mig, út á götuna, — út í myrkrið. Og áður en ég gæti hreift mig, sá ég móðir hennar koma þjótandi inn- an úr herberginu, hálf-nakta, á eftir henni. »Didda! — Didda!« Svo hneig hún niður í stól og fól andlitið í höndum sér .... Ári síðar fór Didda af landi burt, og ég hefi ekkert af henni spurt síðan. Þegar hún fór úr bænum, var hún á þessu eina ári orðin alþekt fyrir drykkjuskap og óreglu. — Lauslæti hennar og ófyrirleitni i þeim sökum vakti jafnvel undrun í okkar hóp. Þegar ég sá hana síðast halla 6

x

Alþýðumagasín

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.