Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 9

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 9
Úr einu landi í annað MAÐUR nokkur að nafni Wes- ley Berry frá Sault Sainte í Onterio í Bandaríkjunum, varð frægur nýskeð fyrir að drepa bjarndýr með berum höndunum. Kvöld eitt var hann á ferð með bræðrum sínum tveimur og ætl- uðu þeir að sofa i tjaldi yfir nótt- ina. — Alt i einu réðist að þeim bjarndýr og flýðu þá bræðurnir tveir í ofboði en Wesley snerist til varnar og gekk á móti dýrinu. — Varaði sú viðureign stutt, því hann náði fangbrögðum á bangsa og með eldsnöggu átaki, tókst að fleygja honum um koll. Við biit- una hálsbrotnaði bjarndýrið. — En nafn Wesleys hefur flogið um allan heim, síðustu vikurnar. sér fram á borðstokkinn á skipinu er það hafði blásið í þriðja sinn, var hún með vindil milli litaðra varanna, eggjandi kæruleysíslegt bros og djúpa bláa skugga undir augunum. FÆREYJAR munu sökkva í hdf- ið samkvæmt því, sem síðustu rannsóknir skýra frá. — Það er sænskur maður J. V. Sandström, forstjóri fyrir veðurathugunar- og sjávarrannsóknastöð Svíþjóðar sem hefur komist að þessari niðurstöðu. — Hann hefir um fjölda ár feng- ist við rannsóknir á Golfstraum- inum og jjýðingu hans fyrir Norð- urlönd. Sandström er nú nýkominn úr einum slíkum rannsóknarleið- angri. — Dvaldi hann þá meðal annars í Færeyjum. — í viðtali við »Nya Dagligt Allehanda« í Stokkhólmi, fullyrðir hann að Færeyjar munu óumflýanlega sökkva í hafið, eftir stuttan tíma, landfræðilega séð, — eða ca. 100,000 ár. Norðurhluti eyjanna hafa vetrar- stormar Atlantshafsins herjað um miljónir ára, segir Sandström, og brimin hafa nú holgrafið eyjarn- ar svo að stórir hlutir geta þá og þegar hrunið í hafið. — Um helmingur eyjanna er nú þegar svo sundurgrafinn. 7

x

Alþýðumagasín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.