Alþýðumagasín - 01.11.1933, Síða 14
rn
Gera menn sér að jafnaði ljóst að þeir eyða miklum hluta æfi
sinnar á götunni, — lifa svo að segja hálfu lifi sínu þar. Daglega
ske þar atvik er ráða úrslitum í stórum vandamálum, eða valda um-
brotum í hgimilislífi manna. — Þar eru teknar ákvarðanir, sem geta
haft afleiðingar um árabil.
Segjum nú svo að hr. Jónsson mæti frú Pétursson og taki
ekki ofan né heilsi, aðeins sökum þess að frú Jónsson, kona hans
hafði sagt honum, hversu andstyggileg framkoma frú Pétursson hefði
verið gagnvart henni í samsætinu hjá frú Sveinsson, kvöldið áður.
Hvílíkar óhemjuafleiðingar getur slíkt ekki haft á alt heimilislif og
atvinnulif þeirra Jónssonar og Péturssonar, — getur eyðilagt á stutt-
um tíma viðskiftasambönd sín á milli o. s. frv., o. s. frv.
Eða tökum annað dæmi. Þú mætir ungri, laglegri stúlku á göt-
unni um miðnætti, og býðst til að verða henni samferða inn Hverf-
isgötuna, því myrkrið og ýmislegt fleira, sem gatan á í fórum sín-
um er hættulegt ungum og laglegum stúlkum. — Og svo þegar þið
komið inn á móts við Vatnsstíginn kemur konan þín í fangið á þér
innan úr myrkri götunni. — Mig skyldi ekki undra þó það færi
hrollur um þig, bara við að lesa þetta. —
Eða athugið hvílikar afleiðingár það mundi hafa, ef Jönas stæði
á bak við eitthvert húshorn og væri að tala illa um Ásgeir, sem
stæði hinumegin við húshornið og heyrði alt saman.
Annars eru húshornin einhver athyglisverðustu áfangar göt-
unnar. — Þau ættu það skilið að um þau yrði skrifað sérstaklega-
Alstaðar þar sem tvær götur mætast, standa þau þögul og hátíðleg
og hlusta á hvíslið í götunum beggja megin við sig. Eftir að rökkv-
að er, depla þau' rauðbleikum glugga-augum hvort framan i annað
og opnar dyrnar hlusta eftir hverju fótataki mannanna.
12
Q
Q
Q
°°