Alþýðumagasín - 01.11.1933, Síða 15
Það er við húshornin, sem hið óvænta bíður þín.
Þar mætir þú kunningjanum, sem þú hefur altaf reynt að forð-
ast, síðan þú slóst hann um 15 kallinn í sumar. Og við næsta hús-
horn máttu búast við að rekast kanske beint í flasið á skraddaran-
um, eða matvörukaupmanninum.
Það er við húshornin á gatnamótum, sem hjarta götunnar slær.
Þaðan streyma mennirnir, atvikin og afleiðingarnar í fjórar áttir.
Endrum og eins rennir hálfdrukkinn bílstjóri upp á gangstétt-
ina og rekur sig á hornið. — Ein búðarrúða brotnar. Gatan fyllist
af óróa nokkur augnablik. Það glampar á einkennisbúninga. — En
svo rennur alt í samt lag.
Mennirnir á götunni virðast sjaldan gefa henni gaum. — Hún
er oftast nær í augum þeirra leið, sem tefur för þeirra milli heim-
ilanna og vinnustofunnar, milli kvikmyndahússins og knæpunnar,
milli húsfrúarinnar og hjákonunnar.
Þeir geta verið ákaflega samviskusamir menn, sem bera stöð-
uga umhyggju fyrir heimili sinu. En þeim kemur sjaldan til hugar
að taka tillit til götunnar. Og þó er hún engu siður heimili þeirra
en húsið. Og hún hefur verið það alt frá þvi að þeir lágu og sprikl-
uðu í barnavögnum, eða skriðu á fjórum fótum í forarpollunum. Og
hún verður annað heimili þeirra, þangað til þeir fara í líkvagninum
síðasta ökutúrinn, — til kirkjugarðsins.
Það er einkum nralbikaða gatan með breiðu gangstéttunum, sem
mætir mestri kæruleysi og lítilsvirðingu. — Hver sem um hana fer,
ber sama svip eins og hann eigi hana alla með húð og hári, og
hann sé fyrir löngu hættur að virða hana viðlits, — þó hún breiði
sig á móti honum, rennislétt og fögur, full af ólgandi iðu og lífi.
Hliðargatan með forinni, lausagrjótinu og ófæruforaðinum, vek-
ur aftur á móti athygli mannsins í nýju skónum og velpressuðu
buxunum. Hann bölvar henni í sand og ösku, og stiklar eftir henni
með álappalegum bugðum og beygingum. — Öll glæsimenska er
horfin af honum og hann veit það sjálfur. Hvort sem hann heitir Ólafur
Thors, Jónas Jónsson eða Vilmundur, hvort sem hann er ráðherra,
heildsali, eða háskólakennari, þá er hann nú aðeins kyndug hopp-
13