Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 18

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 18
Það er sagt........ — að Hitler sé af Gyðinga ættum en Kristur hafi ekki verið Gyðing- ur. — Hvort Gyðingum falli skift- in vel er látið ósagt. — að dómur hafi nýlega verið kveðinn upp í Englandi, um það að giftum konum væri heimilt að fara einar út í bæ á dansleika. Eiginmaðurinn geti ekki bannað henni það og geri hann það samt sem áður hefur frúin leyfi til að krefjast hjónaskilnaðar. Óneitanlega gerir þetta eigin- manninum óþægilegra fyrir. Hann á ekki hægt um vik með að lita eftir kvinnunni og varaeiginmanni hennar, — meðan hann er önnum kafinn við að passa rollingana heima, skifta um bleiur o. fl. Og það væri ekki fráleitt að fá laga- ákvæði um þetta hér heima.þó ekki væri til annars en sjá hve mörg hjónabönd yrðu eftir 1. des. 1934. hans snjáður og gljáandi, segir ótvírætt sina sögu um erfiðleika á- hyggjur og skuldir. — Það er maðurinn sem er hræddur við götuna. Unglingurinn við hlið hans er aftur á móti einn þeirra mörgu sem ekki veita götunni eftirtekt. — Hún er aðeins til fyrir hann, sem nafn, með húsnúmerum. Og svond’ í það óendanlega. * * * * Svo sest þú við gluggann þinn, eitt kvöldið þegar myrkrið þrýstir sér inn á milli húsveggjanna og regnið Ies bænir sinar við götuna. Þá horfir þú út. Gatan flýtur þráðbein, í regnvatninu undir fót- um þér. — Húsveggirnir á móti þér depla ljósaugum út í myrkrið. Götuljósin blika óg endurspeglast í gljávotum fleti götunnar, sem hverfur þér til beggja handa inn i myrkrið og þögnina. Þá sérð þú mennina skjótast hálfbogna, milli húsanna, eins og einmana og yfirgefnar einstæðingsverur, sem i vanmætti sínum flýja stærð og mikilleik götunnar. 16

x

Alþýðumagasín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.