Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 21

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 21
Skotasögur (Skotar eru annálaðir um allan heim fyrir nisku. — Eru til ógrynni skopsagna þar um, með mörgum þjóðum) Fátækum Skota var boðið að borða í sama húsinu hvern sunnu- dag, einn dag kom hann svo með ókunnugan mann með sér, sem settist líka til borðs eins og hann ætti þar heima. ' »Hver er þetta?« spurði hús- bóndinn forviða. »Það er tengdasonur minn, sem ég hefi lofað að gefa fæði fyrsta árið í hjónabandinu«, svaraði Skotinn rólega. ■ Skoti sér kunningja sinn detta niður um is og nær því kominn að því að drukkna. »Lánaðu mér skautana þína, þú þarft þeirra ekki með hvort sem er hér eftir«, kallaði Skotinn. Ungur Skoti sat í samkvæmi einu mjög svo þungur og alvöru- gefinn á svip. — Húsfreyjan sem gjarnan vildi lífga hann svolítið upp, spurði hversvegna hann væri svo alvörugefinn«. »Ég þakka vinsamlega, fyrir umhyggjuna og spurnina kæra frú«, svaraði hinn ungi Skoti afar- kurteislega, en jafn alvörugefinn. »Ég hefi þegar hlegið«. ■ Sonurinn (við föður sinn gaml- an Skota): Pabbi gefðu mér 10 aura, fyrir einu epli. Skotinn: Vertu ekki svona heimtufrekur strákur. Glentu þig framan í eplasölukonuna þá hend- ir hún nokkrum í þig. hafi verið gott eða vont i dag, hvað þrengslin séu mikil og hit- inn óþolandi. Svo er næst þetta að dansmaðurinn tekur að undr- ast og útmála hvað daman hans er lík einhverjum sem hann þekk- ir, eða einhverri leikmær eða film- stjörnu erlendis og svona jagar fólkið sig upp á lagið. Mest »spennandi« er vitanlega að heyra samtal og hvíslingar ver aldarvana fólksins, gifts og ógifts í dansinum, og myndi margan oft fýsa að heyra helmingi betur en hann gerir, þegar hann sér þekt par dansa fram hjá og hvísla brosandi eða íbyggin hvort að öðru. Því i dansandi fólksiðunni, í glaðaljósi skrautíegra danssala, fyrir allra augum eru oft lögð drögin að margbrotnum og ör- lagaþrungnum ástaræfintýrum. Vonandi getur Alþýðu-Magasin- ið bráðlega flutt lesendum sinum einhverja slika frásögu. 19

x

Alþýðumagasín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.