Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 28

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Page 28
Dér vitið dreiðanlega ekki....... — að uppgötvun sjónaukans er að þakka barnsleik. Sonur Keplers var einu sinni í æsku að leika sér að tveimur stækkunarglerjum á vinnuborði föður síns, og sýndi honum þá hvað, hversu undarlega stórir hlutirnir sýndust, þegar þeir voru skoðaðir gegnum tvö stækk- unargler, sem ákveðið bil var á milli. — Svo fann Kepler upp sjónaukann, — hvernig kent var í Rússnesk- um skólum um uppruna ríkisins? Árið 864 sendu slavneskir þjóð- flokkar sendimenn til Warjaga (Væringja) með þessi skilaboð: »Land vort er stórt og auðugt, en hér skortir alt skipulag. Komið | og ráðið hér rikum«. Og Warjag- ar (Væringjar) komu. — hvilik feikna áhrif lausmælgin hefir? Ef þér segið tveim kunn- ingjum yðar merkileg tíðindi á 26 miönætti (kl. 24), hvor þessara kunningja notar síðan næstu 15 mínútur til þess að segja enn öðrum tveim frá, þessir fjórir segja síðan á næstu 15 mínútum tveim mönnum hver og svona er hald- ið áfram til morguns, þá veit alt mannkynið leyndarmál yðar i síðasta lagi kl. 7.30. — að Danmörk er það land , Evrópu sem hefir flesta símaí hlutfallslega við fólksfjölda, eða 9,9 á hverja 100 íbúa. — Næst er Svíþjóð með 8,7, — Sviss með 7,3, — Noregur 6,7, — Þýskaland 5,5, — England 4,3, — Belgía 3,6 og Austurríki 3,4. — — að Alþýðu-Magasínið mun verða í framtíðinni fjölbreyttast að efni allra íslenskra heftasafna.

x

Alþýðumagasín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.