Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 4

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 4
Forseti: Áður en jeg set fundinn vil jeg biðja hv. þingmenn um að syngja þjóðsöng vorn. Söngur. Lýsi jeg þá þingfund löglega settan. Þrír þingmenn hafa sent tilkynningu um að þeir geti ekki mætt á fundinum. Tveir þingmenn eru enn ókomnir úr páskafríinu og einn getur ekki mætt vegna þingmannaveislunnar í gærkvöldi. Fjar- vistir þingmanna eru því allar lögmætar og heldur hver sínu þingfararkaupi. Fundarbók síðasta fundar hefur legið frammi og hafa nokkrir þingmenn bætt dálitlu inn í hana og aðrir strykað sumt út og þar sem ekki er meira við hana að athuga, skoðast hún sem samþykt. Áður en gengið er til dagskrár vil jeg leyfa mjer að rifja upp fyrir hv. deild nokkur atriði í fundarsköpunum, sem oft vilja falla hv. þingmönnum úr minni. ]eg varð þess var, að hsv. þingmaður sá, er hjer kom í gær frá nábúa þingi voru, hneykslaðist átakanlega á ýmsum afbrigðum frá fundarsköpum, sem hv. þingmenn leyfðu sjer án samþykkis forseta. ]eg bið hv. þingmenn taka vel eftir. 34. gr. Þingmenn skulu sitja í sætum sínum sem oftast, en ganga hljóðlega um, þá er þeir þurfa að fá sjer göngutúr, enda er bannað að ganga á mannbroddum í deild- inni. 53. gr. Eigi skulu þingmenn ræða svo hátt á- hugamál sín, sín á milli, eða hlægja, að ræðumaður heyri ekki til sjálfs sín. 204. gr. Eigi mega þingmenn reykja eða tyggja mat sinn á meðan þeir tala sjálfir, en deyi í vindli þeirra af þeim ástæðum, sjái ríkissjóður fyrir eldspýtum. 225. gr. Stauparjett má ekki setja í deildinni, en þó má þessu breyta með afbrigðum frá þingsköpum. ]eg hefi hjer að eins drepið á nokkur atriði, en annars hefi jeg hugsað mjer að láta víðvarpa þingsköpunum, svo þingmönn- um sparist erfiðið við lesturinn. Að síðustu vænti jeg þess að þingmenn geri sjer það að reglu, að mæta hjer á fundum áður en þeim er slitið, eða fara ekki af fundi fyr en fundarsetningu er lokið. Verður þá gengið til dagskrár. Jón Dúfuson sækir um 300 þús. króna styrk til að finna norðurpólinn og koma með hann til Kaplaskjóls. Frsm. 5. þm. Ks.: Sem hinni háttv. deild mun kunnugt, er norðurpóllinn al- eftirsóttasti blettur hnattarins, og það ekki að ástæðulausu. Of fjár er varið árlega til þess að leita að honum. Nú hefur þingi voru hlotnast sá heiður, að maður sá, sem kunnugastur allra er á norðurvegum, sækir um styrk til þess að finna pólinn og koma með hann til Kaplaskjólsstranda. ]eg vona að hv. deild sjái hve mikill sómi okkur

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.