Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 9

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 9
17 Alþingistíðindi Kaplaskjóls 18 fram þetta frumvarp, skal jeg geta þess, að beiðni hefir komið frá nokkrum þing- mönnum um að jeg læsi upp frumvarpið þareð þingmönnum hefir ekki unnist tími til að lesa það yfir vegna þingveislunnar í gærkveldi. Frumvarp til laga um almennar kynbætur. 1. 2f. Hvert ungviði á öllu landinu skal af kynbóta foreldri komið vera. 2. gr. Sett skal á stofn sjerstakt ráðherraem- bætti er fer með mál þessi öll, enda heiti sá ráðherra, kynbótaráðherra. 3. gr. I hverjum hreppi skal nefnd skipuð, sú er ákveður hverjir skuli afkvæmi eiga og kynhæfir kallast, og skulu þeir skrásettir í tíundabók hreppsins. 4. gr. a. Kynbótaráðunautar skulu 3 vera í fjórðungi hverjum, allir sjerfróðir, og leiðbeini þeir í kynbótum —. b. Skulu þeir ákveða kynhæfi, kynblönd- un og semja reglur um kynbönn hver í sínu umdæmi og annist þeir merkingar allar. 5. gr. 011 þau, er ekki fullnægja settum kyn- bótakröfum skulu laus ganga, en í girð- ingu sett við fyrsta brot. Nú er brotið endurtekið og skal það brot varða alt að lífláti og komi ekki náðun til greina. 6. gr. Þau afkvæmi, sem ekki eru afsprengi kynbætenda, skulu þegar á unga aldri út- flutt, annaðhvort til Canada eða ísl ný- lendunnar í Grænlandi. — 7. gr. Undanþágu frá lögum þessum getur kynbótaráðherra gefið, sjeu sjerstakar ástæður fyrir hendi. — 8. gr. Hreindýr og erlendir officerar eru und- anþegnir lögum þessum. — 9. gr. Öll eldri lög skulu úr gildi nurnin með lögum þessum. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi eftir 9 mánuði. Lög þessi mæla með sjer sjálf og þurfa því lítilla skýringa við. Þess skal getið að nábúaþing vort samþykti í fyrra lög sama efnis, en það náði að eins til kynbóta á hestum. Nú munu sömu þingmenn vera á ferðinni með frumvarp eins víðtækt og þetta, vegna þess hve vel hitt hefir reynst, og hefir oss nú tekist að vera á undan þeim með frumv., svo ekki verði sagt um okkur Kaplskýlinga að vjer sækjum öll menningarmál vor til annarra —, Samþ. með einu samhljóða atkvæði. Heimildarlög fyrir landsstjórn- ina til að veita Vesturhluta Reykjavíkur rjett til grásleppu- veiða í landhelgi Kaplaskjóls. Flm. 6. þm. Ks.: Þessi bræðraþjóð vor, sem ennþá berst þeirri sömu baráttu er vjer höfum háð um langt skeið, áður en að vjer öðluðumst sjálfstæði vort, hefir nú leitað á náðir vorar um lítilsháttar ívilnanir, sem heita má að útlátalaust sje fyrir oss að veita. Fiskimið þeirra eru nú að þrotum kom- in, enda hefir sambandsþjóð þeirra notað sjer þau ósleifilega. Vjer þekkjum einnig

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.