Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 13

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 13
25 Alþingistíðindi Kaplaskjóls 26 3. þm. Ks.: ]eg hafði ekki búist við því að jeg mundi þurfa að tala í þessu máli, en það hefir ýmislegt komið fram í umræð- unum, sem knýr mig til að segja nokkur orð. Mjer er þegar orðið það ljóst, að stjórnin ætlar sjer að bregða fæti fyrir þetta mál hjer í deildinni og má segja að það komi úr hörðustu átt. Jeg leyfi mjer að líkja slíku atferli við víg Snorra Sturlusonar eða Þorraþrælsbylinn í Odda. Jeg bjóst satt að segja aldrei við því, að þessu sjálfstæðismáli voru yrðu brugguð banaráð á hærri stöðum, þó maður sje nú farinn að venjast ýmsu úr þeirri átt, og vænta megi alls af þeirri stjórn, sem drap skól- ann á Hveravöllum, þar sem öll skilyrði voru fyrir hendi, bæði sjóðandi vatnið og íslensk sveitanáttúra. Því það er vísindaleg reynsla fengin fyrir því, að hverir eru aðal- skilyrðið fyrir skólahaldi og mjer liggur við að segja eina skilyrðið. Því stærri, sem hverirnir eru, því æðri skulu skólarnir vera; sbr. háskólann við Geysir, sem hann Magnús ljet reisa í sinni ráðherratíð. Enda er það nú efst á baugi hjá þjóðinni, að koma upp skóla við hverja einustu hvera- holu á öllu landinu, þó þeir breyti sjer nú stundum, þessir hverir okkar og sumir þeirra kulni alveg út. Aður en jeg sný mjer að aðalmálinu, ætla jeg að geta þess, að stjórnin hefir sýnt miklar íviljanir sumum þeim mönnum sem voru á móti mjer við síðustu kosn- ingar og lýsi jeg vígi á hendur stjórninni fyrir slíkt framferði. Ennfremur hefir stjórn- in látið sjer sæma að demba rakarafrum- varpinu, alveg óundirbúnu inn á þingið og hefir þetta valdið afskaplegri truflun á gervöllu atvinnulífi þjóðarinnar og orsakað óbætanlegan glundroða og riðlun á allri flokkaskiftmgu þingsins. Þá ber það að ávíta, að ár eftir ár vanrækir stjórnin að flytja þingið, austur á sína sveit og koma þingmönnunum burt úr Reykjavíkursollinum, þó ekki væri nema dálitinn tíma af árinu. Væri það strax betra þó ekki væri flutt lengra um set, en hjerna suður í Kópavog. Það er líka ærið ásökunarefni hvað stjórnin er kvykinsk á krossana, sem henni var trúað fyrir að útbýta alveg purkunar- laust og súpa bæði innlendir og útlendir seyðið af því ráðlagi. Líka verð jeg að átelja það harðlega, að nýlega hefir stjórnin veitt stækum and- banningi sendisveinsstöðu við landsversl- unina og tel jeg það stjórnarskrárbrot. Jeg ætla ekki að fara út í hina hneyksl- anlegu sambúð stjórnarinnar við þenna svokallaða Grímseyjarlýð og annað smá- dót, en — — — (Forseti: Vill þingmað- urinn ekki snúa sjer að efninu?) Jú, jeg er nú að komast að því, — Jeg — jeg er algerlega á móti stjórninni.

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.