Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 16

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 16
31 Alþingistíðindi Kaplaskjóls 32 og hina leikum grátt — þá kallmensk’-orðu hver einn ber í Kaplskýlingaher. Flokkshvöt. Lag: ]a vi elsker o. s. frv. Þetta land vjer elskum allir út af lífi og sál, jökulglæstar hamrahallir himinljósa bál. Allir frónið viljum verja og vakta, — lon og don. Enginn mun og hingað herja, því hjer er engin von. Enginn mun og hingað herja, því hjer er engin gróðavon. Heitum nú á heillavætti hörð að batni kjör, læsum saman lagaþætti líkt og krókapör. Kosninganna haldi-hita hver í sínum skrokk. Látum hvorki bein nje bita bætast neinum flokk. • Látum hvorki bein nje bita bætast neinum öðrum flokk. Sungið á flokksfundi hvers flokks.

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.