Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 11

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 11
21 Alþingistíðindi Kaplaskjóls 22 maður skyldi nærri því halda að maður væri kominn inn á nábúaþingið og ]ónas hefði orðið. Frá mínu sjónarmiði séð, þarf engan kvíðboga að bera fyrir því, að á okkur verði ráðist með ófriði á meðan við eig- um því láni að fagna að njóta verndar jafn öflugs lögregluhers sem nú höfum vjer og sem þar að auki hefir ótrauðan oddvitan, eins og þar stendur. Lögregla vor og landvarnarher hafa sýnt það í borgarastyrjöldum þeim sem hjer hafa geysað, að engum aukvisum er fært að sækja oss heim þó vel vopnaðir væru. Þetta vita Danir. Og álít jeg óþarft að kaupa ckkur frið með grásleppu. En aftur á móti er jeg á því, að auka beri okkar eigin hrognkelsaflota með nýj- u.n skipakaupum og hefi jeg grun um, að nábúaríkið vilji selja Kafbátinn sinn billega og býst jeg við að gutla mætti á honum innan skerja, ef eitthvað væri ditt- að að skrúfunni. Forseti: ]eg hefði ekki vænst þess, að veitst myndi að stjórninni í þessu máli. ]eg vil leyfa mjer að benda hv. 8. þm. á það, að stjórnin hefir alls enga afstöðu tekið til þessa máls, þar sem málið er komið svo skindilega inn í þingið að stjórnin hefir ekki átt kost á að ræða málið við þingmenn. — Svo er þetta eitt- hvert mesta stórmálið sem nú liggur fyrir. Stjórninni fanst og rjett að málið yrði hjer rætt áður en endanleg afstaða yrði tekin. ]eg skal ekki segja neitt um það, hve mikil áhrif lög þessi myndu hafa á at- vinnulíf vort, en það kann vel að vera, að þau yrðu nokkur, þótt grunur minn sje sá, að rjettindi þessi yrðu lítið notuð af nágrannaþjóðinni. Það álít jeg gott, að floti vor yrði aukinn. Þótt stjórninni sé aftur á móti ekki eins umhugað um að Kafbátur- urinn verði keyptur af nábúaþinginu. Það kann vel að vera að þeir vilji selja hann fyrir slikk, en hann hefir líka reynst afarilla, eftir því sem »verkfræðingur« stjórnarinnar hefir sagt mjer. — Mér hefir verið sagt, að þessir framsóknargjörnu menn, sem eru á Kafbátnum, sjeu alveg að gefast upp á honum. »Tíminn« hefir sýnt það og sann- að, að alt »samband« við Kafbátinn sje lítill búhnykkur. ]eg vil svo benda hv. deild á það, að hjer er að eins að ræða um heimildarlög fyrir stjórnina, og verði lögin feld, mun þessi heimild alls ekki veitt, en hvað ann- ars verður, skal jeg ekki segja neitt um. ]eg skal annars geta þess í þessu sam- bandi, að stjórnin mun leggja fram frum- varp þess efnis að henni verði gefin heim- ild til að ábyrgjast öll lán þau, í skipum Kaplaskjóls, sem trygð eru með 5. veð- rjetti og þar yfir, enda hvíli þá eigi á þeim áður meira en tvöfalt verð skipanna. Vér höfum með vilja haft ákvæði laganna fyrir lánveitingunni svo ströng að eigi geti kom- ið til mála að ríkissjóður tapi á lánveit- ingunni. Og hafi ríkissjóður þegar lánað til skipakaupa þannig, að lánið sje trygt með þeim veðrjetti, er eigendur eða bankar þeirra geta notfært sjer, skal þá sá veðrjettur færður aftur fyrir alla hina. ]eg vonast til, að þetta verði kærkomin lög fyrir alla útvegsmenn Kaplaskjóls, og eigi skulu bændur heldur líða neinn baga við þau, því þeim er ætlað nýtt kæli- skip og nokkrir menningarsjóðir. Flm. 6. þm. Ks.: Að athuguðu máli og fengnum upplýsingum hjer i deildinni, lýsi jeg yfir því, að jeg er orðinn algerlega mótfallinn frúmvarpinu og mun gefa því mótatkvæði mitt, fyrst ýmsir þingmenn hafa lofað mjer stuðningi sínum til að komast í milliþinganefnd þá, er fjallar um flutn- ing þingsins suður í Kópavog.

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.