Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 6

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 6
11 Alþingistiðindi Kaplaskjóls 12 sannað það, að mikill plógur sje landi og lýð að því að eignast pólinn, og þarf því ekki að fjölyrða um það atriði. Hinni fá- fræðilegu spurningu hv. 1. þm. um kuld- ann skal þannig ansað, að allir hlutir hitna því nær sem dregur miðjarðarlínu, er á erlendu máli heitir eqvaltór. Veðurstofan hefur einnig spáð einmunatíð upp úr hingað komu pólsins. Hvað því viðvíkur að ]óni muni skotaskuld úr því, að finna pólinn, skal þess getið, að hann hefir sjálfur sýnt mjer á kortinu nákvæmlega hvar hann er, en það er eins og allir vita langt út í sjó norðaustur frá Kapla- skjóli, að sjá yfir austurenda Akrafjalls, enda mun ]ón ætla sjer að sigla annað- hvort eftir áttavita eða kompás, með hlið- sjón af pólstjörnunni. (1. þm.: Fáum við hana líka? — 10. þm.: Ætl’ ekki það!) Nei, hún er fastastjarna. Reksturskostn- aðurinn verður aldrei mikill. ]eg hefi hugsað mjer þrjá framkvæmdarstjóra, nokkra skrifstofumenn, tvo dyraverði auk annara fastra starfsmanna. Auðvitað yrði svo skipuð 15 manna eftirlitsnefnd með fullum launum, eins og við hinn fyrirhug- aða seðlabanka, og verður þetta að kall- ast ódýrt fyrirkomulag. Þó fáeinir ísbirnir slæðist með pólnum teldi jeg það lítinn baga, því innanhandar er að koma þeim fyrir í dýragarði Olafs Friðrikssonar, og munu þeir þar vel geymdir. Ekki er hægt að banna Eskimóum land- göngu hjer frekar en öðrum Dönum. Þessi Ámundsen hefir margsýnt að hann er ekki maður til að ná í pólinn og sje jeg því enga ástæðu til að leita samvinnu við hann, þar sem við höfum öðrum eins manni á að skipa og ]óni. Hinsvegar álít jeg það móðgun við manninn að bjóða honum upp á nokkurn kompánaskap. Frv. samþ. með öllum atkv. Frv. t. I. um br. á lögum nr. 987654. frá 29. febr. í fyrra. Flm. 4. þm. Ks.: Eins og kunnugt er, hafa lög þessi reynst afar illa og orðið mjög óvinsæl og með öllu óframkvæman- leg eins og þau eru orðuð. ]eg hefi því í samráði við háttv. kjósendur mína, leyft mjer að bera fram þessar bráðnauðsyn- legu breytingar, sem jeg með leyfi háttv. forseta ætla að lesa upp: Á eftir orðunum í 2. gr. 7. lið: »sksl ráðherra« komi: »ráðherra skaU o. s. frv. 5. gr. verði 10. gr. í staðinn fyrir »skal honum og vinnu- konu hans heimilt að halda« o. s. frv. komi: »skal vinnukonu hans og honum heimilt o. s. frv.« Orðin í 11. gr. »börn þau« falli í burtu. í staðinn fyrir orðin »skal húsfreyju heimilt að bera sig upp undan« komi: »skal húsfreyju alls ekki heimilt að o. s, frv.« Af framangreindum ástæðum álít jeg breytingar þessar nauðsynlegar og allar til stórbóta. Eins og málið horfir nú við frá almennu sjónarmiði, er fólk;eklan í sveitum svo mikil, og þó sjerstaklega vinnukonuvand- ræðin, að til landauðnar horfir nema at- lætið sje eitthvað bætt. Samþykt. Frv. til I. um að lækka sið niðrí IQkall. Frsm. 1. þm. Kps.: Þetta frum- varp er framkomið í samráði við gengis- nefndina í Kaplaskjóli og er það bygt á hinum ýtarlegu og skörpu rannsóknum hennar á lundarfari gengisins. Allir flokkar munu nú vera sammála um það að eitthvað þurfi að stýfa og er meiningamunurinn aðeins sá, hvort stýfa

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.